fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fréttir

Bókari beygður í héraðsdómi – Nítján ára starfsferill varð að engu í hagræðingaraðgerðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 19:00

Héraðsdómur Vestfjarða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem gegndi starfi bókara hjá sveitarfélagi á Vestfjörðum fór í skaðabótamál við sveitarfélagið í kjölfar þess að henni var sagt upp störfum í nóvember árið 2019. Hafði hún þá gegnt starfinu frá árinu 2000.

Konan krafðist tæplega 12,5 milljóna króna í skaðabætur auk dráttarvaxta, og ennfremur einnar milljónar króna í miskabætur.

Árið 2019 var ákveðið að ráðast í hagræðingaraðgerðir og niðurskurð í rekstri sveitarfélagsins til að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu. Var gerð áætlun um að draga verulega úr rekstrarkostnaði sveitarfélagsins á árunum 2020 til 2023. Liður í hagræðingunni var að leggja niður starf konunnar, kallaði bæjarstjóri hana til fundar þann 19. nóvember 2019 og af henti henni uppsagnarbréf. Voru henni greidd laun í fjóra mánuði en ekki óskað eftir frekara starfsframlagi.

Hagræðing eða slæm fjárhagsstaða?

Skömmu eftir þetta var auglýst hálft starf bókara hjá sveitarfélaginu. Stéttarfélag konunnar gerði athugasemd við þetta en sveitarfélagið svaraði því til að um nýtt starf væri að ræða en ekki starf konunnar. Stéttarfélagið taldi að sveitarfélagið hefði átt að bjóða konunni hálft starf í stað þess að auglýsa nýja, hálfa stöðu bókara.

Sem fyrr segir voru ástæður uppsagnarinnar sagðar vera skipulagsbreytingar vegna hagræðingar. Við þær breytingar var lagt mat á starfsmenn sveitarfélagsins í aðdraganda niðurskurðarins og hafði það mat áhrif á hverjum var sagt upp. Í matinu var fundið að einhverju í vinnubrögðum konunnar og meðal annars tilgreint að bókhald hafi ekki alltaf verið rétt fært.

Konan taldi því að uppsögn hennar hefði verið vegna frammistöðu hennar í starfi og þar með brot á kjarasamningi hennar og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga, því samkvæmt þeim hefði átt að veita henni skriflega áminning áður en til uppsagnar kæmi.

Dómurinn sammála sveitarfélaginu

Sveitarfélagið hafnaði þessum málatilbúnaði. Niðurstaða matsins hefði verið sú að konan væri í heild góður starfsmaður þrátt fyrir einhverjar aðfinnslur. Uppsögnin hefði verið vegna hagræðingar en liður í aðgerðunum hefðu verið mat á starfsmönnum áður en tekin væri ákvörðun um hverju þyrftu að hætta störfum. Samtals var fjórum sagt upp í þessum aðgerðum. Þá var staðhæft að bókasastarfið sem var auglýst hefði verið annað starf en það sem konan gegndi og því hefði sveitarfélaginu ekki borið skylda til að bjóða henni það starf.

Héraðsdómur Vestfjarða var sammála málflutningi sveitarfélagsins og var það sýknað af öllum kröfum konunnar. Málskostnaður var felldur niður.

 

Dóminn má lesa hér 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvers vegna voru þau sýknuð?

Hvers vegna voru þau sýknuð?
Fréttir
Í gær

Tug milljóna kostnaður vegna skimunar með PCR- og hraðprófum ekki tekinn saman í ráðuneytinu

Tug milljóna kostnaður vegna skimunar með PCR- og hraðprófum ekki tekinn saman í ráðuneytinu
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn í Rauðagerðismálinu: Einn í sextán ár – Aðrir sýknaðir

Dómur fallinn í Rauðagerðismálinu: Einn í sextán ár – Aðrir sýknaðir
Fréttir
Í gær

Sorpa semur við blóraböggul GAJA-klúðursins – Fær alls laun í heilt ár og greiddan lögfræðikostnað

Sorpa semur við blóraböggul GAJA-klúðursins – Fær alls laun í heilt ár og greiddan lögfræðikostnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steindór fordæmir skrif Páls – Geðveikir geta vel tjáð sig opinberlega um flókin mál

Steindór fordæmir skrif Páls – Geðveikir geta vel tjáð sig opinberlega um flókin mál
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar segir Nocco ekki vera íþróttadrykk – „Hættið að vera lélegar manneskjur með því að sannfæra börn um að óhófleg koffínneysla sé í lagi“

Hilmar segir Nocco ekki vera íþróttadrykk – „Hættið að vera lélegar manneskjur með því að sannfæra börn um að óhófleg koffínneysla sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verða jólatónleikar? Vonast til að geta haldið stórtónleika í lok nóvember

Verða jólatónleikar? Vonast til að geta haldið stórtónleika í lok nóvember