fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Prófkjörsbarátta Sjálfstæðismanna í borginni hrokkin í gang – Guðlaugur Þór vill fyrsta sætið

Heimir Hannesson
Föstudaginn 30. apríl 2021 11:09

mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá í gærkvöldi mun Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík halda sameiginlegt prófkjör fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin líkt og hefð er fyrir innan flokksins nú fyrstu helgina í júní. Prófkjörið verður með hefðbundnum hætti, þ.e. ekki kosið rafrænt. Til þess að bregðast við ástandinu í samfélaginu verða fjórir kjörstaðir opnir báða kjördagana. Þetta kom fram á fundi Varðar, fulltrúaráðs flokksins í borginni í gær.

Guðlaugur Þór Þórðarson, sem leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík norður í kosningunum 2017, hefur nú tilkynnt að hann sækist eftir því að leiða listann áfram.

Í tilkynningu Guðlaugs segist hann fagna þeirri ákvörðun að efna til prófkjörs. „Það er hraustleikamerki á lýðræðislegum stjórnmálaflokki að láta val á frambjóðendum í hendur almennum flokksmönnum.“

Það hefur verið mér heiður að veita Sjálfstæðismönnum í Reykjavík forystu á þessu kjörtímabili sem fyrsti þingmaður Reykjavíkur. Margt hefur áunnist við krefjandi aðstæður og enn er verk að vinna. Ég óska áfram eftir stuðningi í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið verður dagana 4.-5. júní næstkomandi.

Sameinuð göngum við svo til kosninga í haust, og leggjum verk okkar, stefnu og framtíðarsýn stolt í dóm kjósenda.

Búast má við að fleiri tilkynni framboð sín í prófkjörinu í dag eða næstu daga.

Fimm Sjálfstæðismenn náðu kjöri í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í síðustu kosningum. Í Reykjavík norður náðu þau Guðlaugur Þór Þórðarson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson kjöri. Hinum megin við Miklubrautina náðu þau Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson kjöri.

Líklegt er talið að Áslaug Arna muni sækjast eftir fyrsta sætinu og taka þannig slaginn við Guðlaug. Herma heimildir DV að hinir þrír sitjandi þingmennirnir ætli allir að gefa kost á sér til endurkjörs. Óljósara er þó á hvaða sæti þau Birgir, Sigríður og Brynjar muni stefna á. Sigríður leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík suður síðast, en pólitísk áföll Sigríðar á þessu kjörtímabili gætu sett strik í reikninginn í komandi prófkjöri.

Brynjar Níelsson sóttist síðast eftir öðru sæti og náði því án mikillar fyrirhafnar. Rak hann enga kosningaskrifstofu og litla baráttu. Þykir slíkt nokkuð mikið afrek innan Sjálfstæðisflokksins þar sem miklu er yfirleitt kostað til fyrir öruggt þingsæti. Allar líkur eru á að hann reyni að leika þann leik eftir að þessu sinni.

Að lenda í öðru sæti í sameiginlegu prófkjöri beggja kjördæma hefði að öllu jöfnu átt að tryggja Brynjari fyrsta sætið í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Brynjar gaf þó sætið frá sér til þess að koma konu að og úr varð að Sigríður færðist upp í fyrsta sætið. Breytingatillaga sú kom fram á fundi Varðar í Valhöll þar sem samþykkja átti framboðslistana formlega og var flutt af Brynjari sjálfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala