fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Orðrómur um rýmingu í Grindavík reyndist vera sökum þaulskipulagðs símahrekks – Alvarlegt mál segir lögreglan

Bjarki Sigurðsson, Heimir Hannesson
Mánudaginn 19. apríl 2021 16:42

Eldgos í Geldingadölum Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óprúttinn aðili notfærði sér vefforrit til þess að hringja í að minnsta kosti einn aðila í Grindavík og ljúga því að rýming væri fyrirhuguð í bæjarfélaginu á næstu tveimur dögum vegna eldgossins í Geldingadölum. Þetta staðfestir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við DV.

Forritið gerði það að verkum að símanúmer lögreglunnar birtist á síma móttakans. Símaatið virðist því hafa verið þaulskipulagt.

Að sögn Gunnars er málið er litið alvarlegum augum og er rannsókn á málinu hafin. Aðilinn virðist hafa ætlað sér að setja af stað orðróm meðal Grindvíkinga um rýmingu sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum.

Heimildir DV herma að lögreglan hafi verið farin að fá fyrirspurnir um málið frá fjölmiðlum áður en hún heyrði af símahrekknum sjálf.

Eldgosið í Geldingadölum hefur nú staðið yfir í 30 daga en í dag virðist einn gíganna hafa gefist upp á gosinu. Hann hafði myndast á annan í páskum og gosið allt til dagsins í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi