fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

27 greindust innanlands í gær en aðeins 2 utan sóttkvíar – Samtals 44 smit um helgina – Upplýsingafundur almannavarna hafinn

Heimir Hannesson
Mánudaginn 19. apríl 2021 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

27 greindust innanlands með Covid-19 í gær, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Aðeins tveir voru utan sóttkvíar.

Tvær hópsýkingar eru taldar bera ábyrgð á sýkingunum. Ein þeirra á leikskólanum Jörfa en má rekja hið minnsta eitt smit helgarinnar til Íslenska barsins í miðborg Reykjavíkur.

386 eru nú komnir í sóttkví og hefur þeim fjölgað mikið frá því fyrir helgi.

Upplýsingafundur almannavarna hófst nú klukkan 11:03, og og verður fréttin uppfærð með upplýsingum af fundinum.

Víðir Reynisson hóf fundinn á að biðja fólk um að dæma ekki alla eftir hegðun fárra, en nú liggur fyrir að rekja má hópsmit til brots ferðamanns á sóttkví.

Um er að ræða tvær hópsýkingar og má rekja þær báðar til landamæranna. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Stærri sýkingin er sú sem átti sér stað á leikskólanum Jörfa, en þangað má rekja 36 smit, þar af 14 nemendum, 16 starfsmenn og sex sem hafa fjölskyldutengsl við einstaklinga á leikskólanum.

Hin hópsýkingin tengist fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og má rekja þangað sex smit. Smitin má rekja til þess að „óvarlega var farið af einstaklingum í sóttkví,“ eins og Þórólfur orðaði það. Einnig má rekja smitin til þess að einstaklingar fóru með einkenni í vinnu eða fóru ekki í sýnatöku.

Margir fóru í skimanir í gær í tengslum við leikskólasmitin. Væntanlega munu fleiri fara í dag, segir Þórólfur.

Þórólfur sagði atburðarás helgarinnar dæmi um hvernig einn einstaklingur getur sett af stað heilu hópsmitin, og jafnvel heila bylgju. „Þetta sýnir jafnframt mikilvægi þess að bíða ekki með að fara í sýnatöku við minnstu sjúkdómseinkenni og einnig að fólk sem að er heima vegna veikinda að það mæti ekki í vinnu nema að fara í sýnatöku.“

Fáir hafa greinst á landamærunum undanfarið, og greindist enginn þar í gær, segir Þórólfur.

Af þeim þremur sem eru á sjúkrahúsi, er einn á gjörgæslu.

Fréttin verður uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“