fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þórólfur afþakkaði bólusetningu

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 15:15

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var boðaður í bólusetningu á dögunum en mætti ekki. Meðal þeirra sem fá bólusetningu þessa dagana er heilbrigðisstarfsfólk utan stofnana en hann er hluti af þeim hópi. RÚV greinir frá.

Þórólfur kom með þau tilmæli til heilbrigðisstarfsfólks utan stofnana sem ekki meðhöndluðu sjúklinga að bíða með að láta bólusetja sig þangað til komið væri að þeirra aldurshópi.

„Ég bíð eftir að komi að mér í aldurshópi. Það er náttúrulega ekki eðlilegra en að ég fari bara eftir mínum leiðbeiningum. Ég mun fara þegar að mér kemur aldurslega séð eins og aðrir,“ segir Þórólfur en hann verður 68 ára í októbermánuði.

Samkvæmt bólusetningadagatalinu á hann von á því að vera boðaður í bólusetningu seinna í þessum mánuði en verið er að klára að bólusetja fólk á aldrinum 70-79 ára áður en komið er að 60-69 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi