fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Segir að sér sé mismunað af Kringlunni vegna heilsufars – „LOKAÐ VEGNA FASISTA- OG ÓLÖGLEGRAR ÁKVÖRÐUNAR STJÓRNAR KRINGLUNNAR“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 12:15

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„LOKAÐ VEGNA FASISTA- OG ÓLÖGLEGRAR ÁKVÖRÐUNNAR STJÓRNAR KRINGLUNNAR“ stendur skýrum og stórum stöfum á A4 blaði fyrir utan kaffihúsið Café Roma í Kringlunni. Fyrir neðan þennan texta er gefið upp símanúmer og frekari upplýsingum lofað.

Zoran Kokotovic er rekstrarstjóri Café Roma í Kringlunni en hann glímir við heilsufarsvandamál og er með vottorð sem segir til um að hann sé undanþeginn grímuskyldu vegna þeirra. Þrátt fyrir það glímir hann við mikil vandamál í Kringlunni þar sem er grímuskylda, óháð vottorðum. Honum er ekki heimilt að nota salernin né neitt annað utan hans svæðis nema hann sé með grímu fyrir vitum sér.

„Íslenskur læknir skrifaði undir þetta vottorð, ég er alltaf með skilríki og ég er alltaf með vottorð“ segir Zoran og bendir á að í reglunum sem birtar eru á Covid.is kemur fram að þeir sem glíma við heilsufarsleg vandamál og eru með vottorð sem sýnir það þurfa ekki að vera með grímur.

„Þetta er brot á mannréttindalögum, þetta frá landlækni er regla en mannréttindalögin eru lög og lög eru yfir reglunni,“ segir Zoran og vísar í texta frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Textann má lesa hér fyrir neðan:

Réttur til jafnræðis og bann við mismunun er eitt af grundvallarhugtökum í alþjóðlegum mannréttindalögum. Hægt er að skilgreina mismunun sem hverskonar aðgreiningu, útilokun eða forgangsrétt sem byggður er t.d. á kynþætti, litarhafti, kynferði, trú, heilsufari, aldri, fötlun, stjórnmálaskoðunum, þjóðaruppruna eða félagslegri stöðu.

Zoran segist þekkja til fólks í öðrum þjóðum Evrópu og í Ástralíu þar sem þetta vandamál er ekki til staðar. Hann segir að vinir sínir á meginlandinu hafi sagt sér að þar séu læknisvottorð vegna grímuskyldu tekin gild án athugasemda. „Ég var að hringja í þá alla og komst að því að það er ekkert vandamál þar, bara á Íslandi.“

Hann hefur líka lent í vandræðum þegar hann fer í Bónus til að kaupa í matinn en þar er hann stöðvaður og beðinn um að setja upp grímu. Hann segist þá vera með vottorð og sýnir auk þess að hann sé í raun með grímu á sér, hann geti bara ekki notað hana vegna heilsufarsvandamála. „Þau segja: „Nei, þú verður að setja yfir nefið og munninn“. Þá segi ég: „Fyrirgefðu, ég get ekki gert það vegna heilsufarsvandamála, ég er með vottorð“. Þau segja þá: „Mér er alveg sama um læknisvottorð, ef þú setur ekki upp grímu þá kemur þú ekki inn“. Þetta er mismunun vegna heilsufars.“

Mynd/DV

„Hver stjórnar lögreglunni?“

Þá segir Zoran frá því þegar hann fór í aðra verslun í Kringlunni ásamt dóttur sinni sem er fædd árið 2006. Hvorugt þeirra var með grímu, hann var með læknisvottorð en hún er undanþegin grímuskyldu vegna aldurs. Hann segir að þeim hafi verið meinaður aðgangur að versluninni og að lögreglan hafi verið kölluð til. Hann segist hafa sýnt lögreglunni vottorðið en það breytti engu, lögreglan var hörð á því að þau skyldu fara út ef þau væru ekki með grímu. Þá segir hann að lögreglan hafi verið reið og grætt dóttur hans sem sé nú hrædd við lögregluna.

Zoran veltir því jafnframt fyrir sér hvers vegna lögreglan sé ekki að fara eftir Covid-reglum stjórnvalda enda sé það skýrt að þeir sem fæddir eru 2005 og síðar og þeir sem glíma við heilsufarsvandamál séu undanþegin grímuskyldu. „Hver stjórnar lögreglunni? Er þetta eitthvað valdarán eða hvað? Þetta er mjög skrýtið að lögreglan fari og hendi fólki út og vilji ekki fylgja reglunum. Er þetta valdarán búið eða er það í gangi?“ spyr Zoran.

„Það eru reglugerðir um það en það gildir ekki í þessu húsi“

DV ræddi við Sigurjón Örn Þórisson, framkvæmdastjóra Kringlunnar, vegna málsins. Sigurjón staðfesti það sem Zoran hafði sagt, það er að grímuskylda sé í verslunarmiðstöðinni óháð vottorðum. „Honum er ekki heimilt að fara um sameign hússins án grímu, hér gilda reglur um grímuskyldu í húsinu,“ segir Sigurjón. „Hann hefur heimild til að vera án grímu í sínu rými sem hann er að leigja. Hann hefur verið með það þannig lengst af en þetta hefur ágerst með tímanum, barátta hans fyrir þessum réttindum sínum.“

Sigurjón segir þá að einstaklingar sem hafa í fórum sínum vottorð sem segir að þeir séu undanþegnir grímuskyldu þurfi samt að vera með grímur í Kringlunni. Blaðamaður spyr hann þá út í Covid reglurnar þar sem skýrt kemur fram að einstaklingar sem eru með vottorð séu undanþegnir grímuskyldu.

„Það eru reglugerðir um það en það gildir ekki í þessu húsi eins og víðast hvar annars staðar, það er engin undanþága frá grímuskyldu. Það er alltof mikið flækjustig í því að vera hér með eftirlit og biðja fólk um sannanir og vottorð um það að það sé annað hvort búið að fá Covid eða sé með vottorð þar af leiðandi. Þú getur ímyndað þér hvernig það væri.“

Uppfært kl 13:10:

Zoran vildi koma eftirfarandi til skila eftir að fréttin var birt:

„Bara til að vera með allt á hreinu, við gerum þetta ekki bara fyrir okkur. Þetta er gert líka fyrir allt það fólk sem kemur til okkar daglega og óskar eftir vatni og að fá að sitja aðeins og taka grímu af, fullt af þessu fólki er yfir 70 ára, með astma og allskonar vandamál, með vottorð sem sýnir að það getur ekki notað grímu en það er hunsað. Það kemur eldri kona til okkar og þegar hún sest hjá okkur getur hún ekki stoppað að hósta vegna astma sem hún er með og hún þarf  15 mínútur til að jafna sig. Hún segir okkur að það er engin sem vill sjá vottorð sem hún er með og henni er ekki leyft að fara í búðir án grímu. Dóttir hennar er fötluð með allskonar ofnæmi og er í stórum vandræðum við notkun grímu. Við getum ekki alltaf hjálpað þessu fólki og næst ætlum við að hringja í sjúkrabíl.

Varðandi lögregluna, við vitum hvaða lögreglumaður var við störf þegar öskrað var á dóttir okkar og mig. Við förum inn í búð en okkur var meinuð afgreiðsla við gátum ekki borgað né tekið vörur út, ég hringdi í lögreglu og Securitas hringdi líka og þetta gerðist þann 9.01.2021.

Lögreglumaður og fólk frá Securitas öskraði á okkur eins og við erum verstu þjófar og vildu ekki sjá vottorð né heyra það sem við höfðum að segja. Stelpan okkar fer mjög sjaldan eftir það í búðir og henni var meinaður aðgangur í Bónus í Laugavegi líka.“

Þá segir Zoran að sér hafi líka verið hent úr IKEA, Húsasmiðjunni og N1 í Ártúnsbrekku vegna grímuskyldunnar.

„Þetta er mannréttindabrot, þetta er eins og að banna fötluðu fólki að komast inn í búðir, þetta er eins og að spyrja fatlað fólk hvers vegna það getur ekki labbað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala