fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Máni gengur til liðs við Brandenburg

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 11:41

Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsingastofan Brandenburg hefur ráðið Mána M. Sigfússon til starfa. Hann mun gegna stöðu hreyfihönnuðar á stofunni.

Máni lærði kvikmyndagerð í Amsterdam og lauk BA-námi í myndlist við Listaháskóla Íslands. Hann hefur víðtæka reynslu af leikstjórn og hreyfihönnun og hefur starfað fyrir mörg helstu hönnunar- og framleiðslufyrirtæki landsins. Þar má til að mynda nefna Ketchup Creative, Sitrus, Sagafilm og THANK YOU.

Á síðustu árum hefur Máni einnig leikstýrt og framleitt fjölda tónlistarmyndbanda. Hann hefur getið sér góðs orðs fyrir myndbönd og myndverk við tónleikahald og hefur sinnt verkefnum fyrir listamenn á borð við Rolling Stones, Shawn Mendes og Jóhann Jóhannsson. Verk hans hafa hlotið ýmsar tilnefningar og viðurkenningar, meðal annars á Íslensku tónlistarverðlaununum.

„Við erum virkilega ánægð með að fá Mána til starfa. Sú mikla og fjölþætta reynsla sem hann kemur með mun vera stofunni mikill liðsstyrkur. Það er sérstaklega mikilvægt um þessar mundir, enda liggja nú fyrir fjölmörg spennandi verkefni sem við hlökkum til að takast á við,“ segir Jón Ari Helgason, hugmynda- og hönnunarstjóri og einn eigenda Brandenburg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun