fbpx
Föstudagur 30.október 2020
Fréttir

Vopnaðir menn réðust á mann og rændu bifreið hans

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. september 2020 06:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjötta tímanum í gær réðust tveir menn á þann þriðja, ógnuðu honum með eggvopni og rændu bifreið hans. 40 mínútum síðar var bifreiðinni ekið aftan á aðra bifreið á Breiðholtsbraut og af vettvangi. Tvímenningarnir voru síðan handteknir á öðrum tímanum í nótt eftir að þeir höfðu ógnað starfsmanni verslunar í Kópavogi með eggvopni eftir að hafa stolið vörum í versluninni. Mennirnir eru nú í fangageymslu. Bifreiðin fannst við verslunina.

Á sjötta tímanum í gær var ofurölvi maður handtekinn við sparkvöll í hverfi 104 þar sem börn og unglingar voru að leik. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn í Bústaðahverfi. Hann var með skurð á hendi, sem blæddi úr, og var nærri vettvangi þar sem rúða hafði verið brotin. Maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Nokkur spor voru saumuð í hann og síðan var hann fluttur í fangageymslu.

Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Síðdegis í gær var tilkynnt um hugsanlegt brot tveggja erlendra verkamanna á sóttkví í Kópavogi. Þeir eru sagðir hafa verið úti á meðal fólks en þeir eiga að vera í sóttkví til 11. október. Málið er í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Lést af COVID-19

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sauð upp úr fyrir utan Hvítahúsið Sportbar – Kallaður skítugur smurolíukarl

Sauð upp úr fyrir utan Hvítahúsið Sportbar – Kallaður skítugur smurolíukarl
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sveinn segir máli sínu og Skúla lokið eftir dóm Hæstaréttar – Sviðin jörð að baki

Sveinn segir máli sínu og Skúla lokið eftir dóm Hæstaréttar – Sviðin jörð að baki
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Lést af COVID-19
Fréttir
Í gær

„Allar líkur á bóluefni í byrjun næsta árs“ – 9 bóluefni nú á lokastigi þróunar

„Allar líkur á bóluefni í byrjun næsta árs“ – 9 bóluefni nú á lokastigi þróunar
Fréttir
Í gær

Kári um ástandið og Þórólf: „Við höfum ekki fortíðina í höndum okkar“

Kári um ástandið og Þórólf: „Við höfum ekki fortíðina í höndum okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víðir boðar hertar aðgerðir – „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“

Víðir boðar hertar aðgerðir – „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar samtals eytt um 1.700 árum í sóttkví

Íslendingar samtals eytt um 1.700 árum í sóttkví