fbpx
Föstudagur 30.október 2020
Fréttir

Seldist upp á jólahlaðborð Hótel Geysis á tveim dögum – „Við erum afar þakklát fyrir þá tryggð“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 29. september 2020 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppselt er á jólahlaðborð Hótel Geysis þegar 87 dagar eru til jóla. Raunar er löng uppselt, því það seldist upp á tveim dögum. Jólahlaðborðin voru auglýst 16. september og þann 18. bókaðist síðasta lausa sætið. Elín Svafa Thoroddsen hjá Hótel Geysi sagði við DV í dag að fastakúnnar hefðu verið farnir að hafa samband áður en þau opnuðu fyrir bókanir til að tryggja sér sæti.

Hótel Geysir býður upp á tvenns konar jólahlaðborð, útskýrir Elín:

Jólahlaðborð  þar sem við erum með glæsilegan jólamat, lifandi tónlist og bjóðum upp á pakka með gistingu og jólahlaðborði. Að þessu sinni koma Sycamore Tree með sérstakan gest með sér, Þorleif Gauk Davíðsson sem meðal annars hefur túrað með Kaleo. Við höfum lengi boðið upp slík á jólahlaðborð og þau hafa alltaf verið uppseld en viðtökurnar núna eru einstakar. Það hafa selst um 900 miðar á jólahlaðborðin. Við erum að vinna í að bæta við hlaðborðum með jólamatseðli fyrir til dæmis fyrirtæki sem vilja koma til dæmis á fimmtudögum.

Þá segir Elín að nánast allir sem koma á jólahlaðborðið velji að gista einnig á hótelinu. Hitt jólahlaðborðið sem Hótel Geysir býður upp á þessi jólin er fjölskyldu jólahlaðborðin. „Við höfum verið með þau í fjölda ára hjá okkur og þau hafa alltaf selst mjög hratt upp.“ Elín segir að þau á Hótel Geysi hafi byrjað með skemmtun í Haukadalsskógi með jólasveinum, tröllapönnukökum og heitu kakói yfir varðeldi. Auk þess er hægt að höggva sitt eigið jólatré nú eða versla sér tré sem búið er að höggva. „Þetta er töfrandi ævintýraheimur í skóginum og mörg börn telja að jólasveininn búi þar.“ Jólahlaðborðið sjálft er svo á hótelinu þar sem hlaðborð fyrir fullorðna og börn, í barnahæð, bíði gesta. „Eftir matinn er jólaball með jólasveinum og svaklega stemming í söng og dans þar sem fullorðnir og börn sameinast á dansgólfinu. Í lokin er vinsælt að smella af sér mynd með sveinka og öll börnin fá líka glaðning.“

Elín segir:

Á fjölskyldu hlaðborðin eru að koma fullorðnir sem komu sjálfir til okkar sem börn og eru núna að að koma með sín börn, algjörlega ómissandi jólahefð hjá okkar fastakúnnum. Við seldum um 600 miða á fjölskyldu jólahlaðborðið. Við erum með stóran veitingastað á tveimur hæðum sem gefur okkur svigrúm til að hafa gott pláss einnig á milli gesta.

Elín segist vera í skýjunum með frábærar viðtökur allt frá því hótelið opnaði 1. ágúst 2019 og finnur fyrir því að fólk velji að koma aftur til þeirra. „Við erum afar þákklát fyrir þá tryggð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sauð upp úr fyrir utan Hvítahúsið Sportbar – Kallaður skítugur smurolíukarl

Sauð upp úr fyrir utan Hvítahúsið Sportbar – Kallaður skítugur smurolíukarl
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sveinn segir máli sínu og Skúla lokið eftir dóm Hæstaréttar – Sviðin jörð að baki

Sveinn segir máli sínu og Skúla lokið eftir dóm Hæstaréttar – Sviðin jörð að baki
Fréttir
Í gær

„Allar líkur á bóluefni í byrjun næsta árs“ – 9 bóluefni nú á lokastigi þróunar

„Allar líkur á bóluefni í byrjun næsta árs“ – 9 bóluefni nú á lokastigi þróunar
Fréttir
Í gær

Kári um ástandið og Þórólf: „Við höfum ekki fortíðina í höndum okkar“

Kári um ástandið og Þórólf: „Við höfum ekki fortíðina í höndum okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víðir boðar hertar aðgerðir – „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“

Víðir boðar hertar aðgerðir – „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar samtals eytt um 1.700 árum í sóttkví

Íslendingar samtals eytt um 1.700 árum í sóttkví