fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
Fréttir

Hjólhýsaeigendur saka Bláskógabyggð um óheiðarleika í tengslum við lokun hjólhýsasvæðis – „Næst loka þeir Flúðum“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 29. september 2020 19:02

Hjólhýsabyggð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV sagði frá því fyrir helgi að hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn yrði lokað. Sú ákvörðun var tekin af sveitarstjórn fyrir rúmri viku síðan. Ástæða lokunarinnar var þá sögð vera brunahætta sem stafi frá svæðinu auk þess sem heimild skorti í íslenskum lögum fyrir byggð af þessari tegund. Fyrir því liggur álit Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, slökkviliðs og lögreglu.

Ásta Stefánsdóttir staðfesti þetta fyrir helgi í samtali við DV. Sagði hún þá að ekki yrði gerðir fleiri lóðaleigusamningar á svæðinu og að þeir sem þegar eru til staðar yrði leyft að renna út. Áður hafði Ásta látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að fjöldi ábendinga hafi borist sveitarstjórn vegna þeirrar áhættu sem stafi frá svæðinu sem er statt inn í stærsta samfellda birkiskógi á Ísland. Ábendingar stöfuðu meðal annars frá slökkviliðsstjóra og lögreglustjóra á svæðinu. Byggðin á Laugarvatni á sér um 50 ára sögu.

Saka Bláskógabyggð um óheiðarleika

DV hefur nú heimildir fyrir því að verulegrar óánægju gætir meðal hjólhýsaeigenda með ákvörðunina og hvernig að henni var staðið. DV óskaði eftir gögnum frá Bláskógabyggð um ákvarðanatökuna og samninga við rekstraraðila svæðisins. Segja eigendur hjólhýsa að fyrirhuguðuð lokun svæðisins hafi legið fyrir strax í maí. Þrátt fyrir það hafi samningar verið gerðir áfram út allt sumarið. Segja viðmælendur DV að þó samningarnir hafi verið gerðir til tveggja ára, hafi það verið skilningur þeirra sem gerðu þessa samninga að um væri að ræða samninga sem yrðu framlengdir. Í samningnum sem DV hefur undir höndum stendur: „Hjólhýsastæðið er leigt til tveggja ára í senn. Hafi leigutaki efnt samning sinn við leigusala að öllu leyti á yfirstandandi ári framlengist leigusamningurinn sjálfkrafa um eitt ár frá 1. janúar að telja.“

Að sögn heimildarmanna DV hafa lang flestir sem gert hafa leigusamninga um lóðir í hjólhýsabyggðinni lagt talsverðan tíma og fjármuni í að „gera fínt“ í kringum sig. Er þar átt við til dæmis smíði á pöllum, jarðvinnu, garðyrkju og fleira. Ljóst er að sú vinna fer öll forgörðum og mjög erfitt verður að flytja mörg hjólhýsin. Sérstaklega þau sem hafa verið þarna hvað lengst. Einn viðmælandi DV sagðist hafa séð tilboð í flutning á hjólhýsi sem hljóðaði upp á um 600 þúsund krónur. Þá er kveðið á í lóðaleigusamningum að leigutaki eigi að skila lóðinni hreinni og í sama ástandi og hann tók við henni.

Samningurinn sem minnst var á hér að ofan var gerður í júlí 2020. Um 3 mánuðum eftir að þau gögn lágu fyrir sem ákvörðunin um að loka svæðinu var byggð á. Tveim mánuðum eftir undirritun fréttu leigutakar af lokun svæðisins í fjölmiðlum.

Einkafyrirtæki séð um rekstur svæðisins í áratugi

Samkvæmt gögnunum hefur sveitarfélagið jafnframt eftirlátið einkafyrirtæki rekstur svæðisins síðustu áratugi. Samningurinn nú síðast gera Fýllinn slf. og Bláskógabyggð. Fyrirsvarsmaður Fýlsins slf. er Gísli Valdimarsson. Gísli er aðaleigandi félagsins, en faðir Gísla sem og sonur koma einnig að fyrirtækinu. Faðir Gísla sá áður um rekstur svæðisins. Samkvæmt samningnum, sem DV hefur undir höndum skal Fýllinn slf. sjá um flest þau verkefni sem sveitarfélög sinna almennt. Þannig annast Fýllinn rekstur á veitnakerfinu á svæðinu bæði vatns og rafmagns, gerð lóðaleigusamninga og innheimtu tekna af þeim, vöktun svæðis auk viðhalds og þrifa á salernum.

Skv. samningi milli Bláskógabyggðar og Fýlsins slf. skal Fýllinn slf. greiða 851.372 kr.- árið 2015 og hækkar leigan samkvæmt byggingarvísitölu. Leigan í janúar 2020 hefur því verið um 980.000 krónur. Á móti innheimtir félagið leigu af einstaka hjólhýsastæðum, 33.960 yfir sumarmánuðina og 14.805 kr. í stöðugjald yfir vetrarmánuðina. Árleg leiga er því rétt tæplega 50 þúsund krónur. Slökkt er á vatninu yfir vetrarmánuðina.

„Flúðir eru næst“

Gögnin sem sveitarstjórn Bláskógabyggðar á Laugarvatni byggja á eru meðal annars álit Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á lögmæti hjólhýsabyggðar, skýrsla lögreglu og slökkviliðs sem gefin var út eftir vettvangsferð þeirra 18. maí s.l., og álit Brunavarna Árnessýslu. Öll eru þau svo til samhljóma. Hjólhýsabyggðin verður að fara.

Það vakti því ugg í hjólhýsaeigendum við að sjá dagskrá sveitarstjórnar Hrunamannahrepps sem haldinn var 3. september á flúðum. Áttundi liður hljómaði svo: „HMS: Brunavarnir á hjólhýsasvæðum.“ Til umfjöllunar var sama skýrsla og Bláskógabyggð studdist við við lokun hjólhýsasvæðisins á Laugarvatni.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hefur yfirumsjón með brunavörnum á Íslandi. Í tölvupósti framkvæmdastjóra Eldvarnasviðs HMS, Þorgeirs Óskars Margeirssonar, til oddvita Bláskógabyggðar, sem DV hefur undir höndum segir Þorgeir:

Þessi mál er varða hjólhýsasvæði hafa ekki verið byggð eftir neinum reglum. Bara svo eitthvað sé nefnt þá eru fjarlægðir á milli mannvirkja ekki virt, flóttaleiðir, vatnsöflun vegna slökkvistarfa ábótavant, engar teikningar af húsunum verið lagðar fyrir, engin öryggis eða lokaúttekt, brunavarnir húsanna ábótavant því ekki eru allir með slökkvitæki, reykskynjara né gasskynjara, frárennslis mál í ólestri, neysluvatn í ólestri, rafmagn í ólestri, farartækin ekki verið flutt til skoðunar eins og lög gera ráð fyrir og því ekki verið skoðað með gas í þessum húsum þó ekki sé verið að hugsa húsin til dráttar á vegum.

Nú hafa átt sér stað hræðileg slys á undanförnum árum í svona húsum og byggðum og því verður að bregðast við þessum aðstæðum.

Reglurnar í rauninni eru skýrar að það er óheimilt að hafa svona byggðir þó þær hafi verið byggðar.

Í erindi HMS til Bláskógabyggðar vegna hjólhýsabyggðarinnar kemur fram að HMS álíti byggðina ólöglega. Húsin séu ólögleg standi þau svo lengi á sama stað. Of stutt sé á milli húsa og nándin við svo þéttan skóg magni eldhættuna. Þá segir HMS að standi hjólhýsin óhreyfð gildi um þau samskonar reglur og um önnur tímabundin föst húsnæði, til dæmis starfsmannaskúrar. Hjólhýsin séu flest úr plastefnum og standist engan vegin kröfur um brunavarnir.

Samhjól verið ósamstíga í svörum

Að sögn heimildarmanna DV er nú mikill titringur innan Samhjóla, samtaka hjólhýsaeigenda. Takast þar á fylkingar sem vilja leita réttar síns og segja að ákvarðanataka Bláskógabyggðar stangist á við góða stjórnsýslu og sé þar með ólögmæt. Segja þessar sömu heimildir DV að félagið hafi veigrað sér við það að „fara í hart,“ en nú sé tónninn annar. Fólk sé margt búið að fá nóg.

Erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar má sjá í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Margir minnast Guðrúnar – „Hún var andleg fyrirmynd, glaðsinna og einlæg hugsjónakona.“

Margir minnast Guðrúnar – „Hún var andleg fyrirmynd, glaðsinna og einlæg hugsjónakona.“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Evrópskir dómstólar dæma „Covid-lokanir“ veitingahúsa ólögmætar – Íslenskir veitingamenn skoða nú rétt sinn

Evrópskir dómstólar dæma „Covid-lokanir“ veitingahúsa ólögmætar – Íslenskir veitingamenn skoða nú rétt sinn
Fréttir
Í gær

Hertar sóttvarnareglur taka gildi á þriðjudaginn

Hertar sóttvarnareglur taka gildi á þriðjudaginn
Fréttir
Í gær

Lögregla leitar vopnaðs ræningja

Lögregla leitar vopnaðs ræningja
Fréttir
Í gær
Færri smit
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurþór er ákærður fyrir morð á móður sinni

Sigurþór er ákærður fyrir morð á móður sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrólfur og Viðar ákærðir fyrir rúmlega 70 milljóna króna skattsvik

Hrólfur og Viðar ákærðir fyrir rúmlega 70 milljóna króna skattsvik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Uppnám hjá íslenskum aðdáendum Múmínálfanna – Kona sökuð um fjársvik í tengslum við sölu á Múmínbollum

Uppnám hjá íslenskum aðdáendum Múmínálfanna – Kona sökuð um fjársvik í tengslum við sölu á Múmínbollum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að eldsvoði í Samtúni hafi verið íkveikja og morðtilraun

Segir að eldsvoði í Samtúni hafi verið íkveikja og morðtilraun