fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Fyrsti bankaræningi Íslandssögunnar ákærður – William Scobie sagður hafa ráðist á lögreglumenn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 29. september 2020 09:05

Samsett mynd DV. Hægri hlutinn er frá forsíðu DV frá 1984 og sýnir William (t.v.) ganga með lögreglumanni til Sakadóms.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

William James Scobie, 58 ára gamall íslenskur ríkisborgari sem flutti til Íslands frá Bandaríkjunum á barnsaldri, hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum.

William var með eftirminnilegum hætti í fréttum árið 1984 er hann framdi bífræfið vopnað bankarán í Landsbankanum að Laugavegi 77. William var einnig grunaður um rán í Iðnaðarbankanum í Breiðholti nokkrum dögum áður en það telst vera fyrsta bankarán Íslandssögunnar. Aldrei tókst að sanna þann glæp á William en hann játaði á sig fyrrnefnda ránið og telst því vera fyrsti bankaræningi Íslandssögunnar.

Ránið átti sér stað föstudagskvöldið 17. febrúar árið 1984. Á þessum tíma tíðkaðist að fyrirtæki kæmu með dagsölu sína í sérstökum peningapokum og legðu inn í næturhólf, sem leit út eins og stór bréfalúga. Þetta kvöld ógnaði William starfsmanni ÁTVR sem var að kom með peninga fyrir áfengissölu dagsins frá ÁTVR-versluninni sem þá var við Lindargötu. William beindi afsagaðri haglabyssu að manninum og skaut úr byssunni upp í loftið, uns maðurinn lét undan kröfu hans og afhenti honum féð sem voru tæplega tvær milljónir króna.

19 ára gamall starfsmaður í Landsbankanum var vitorðsmaður með William í ráninu og játaði hann aðild sína að því.

Í DV þann 28. febrúar 1984 er greint frá því að fyrrverandi starfsmaður ÁTVR hafi komið lögreglu á sporið. Maðurinn var málkunnugur William sem hafði sýnt mikinn áhuga á peningaflutningum ÁTVR og spurst mikið út í þá. Maðurinn taldi á þeim tíma ekkert grunsamlegt við þessi samtöl en eftir að hann las um ránið í blöðunum hafði hann samband við lögreglu og greindi frá samskiptum sínum við William.

Í kjölfarið var gerð húsleit á heimili Williams í Breiðholti og fannst þar um helmingur af þýfinu. Einnig fundust þar lambhúshettur, grifflur, úlpar og skófatnaður sem komu heim og saman við lýsingu sjónarvotta að bankaráninu.

Ógnaði lögreglu með steikarspaða og kertastjaka

Héraðssaksóknari hefur nú ákært William James Scobie fyrir brot gegn valdstjórninni. Honum er gefið að sök að hafa þriðjudaginn 27. mars 2018 gripið ílangt málmlitað áhald, sem hann sagði vera hníf, inni í íbúð í Reykjavík, og ráðist með því gegn fimm lögreglumönnum. Síðar kom í ljós að áhaldið var ekki hnífur heldur steikarspaði. Einnig er honum gefið að sök að hafa kastað kertastjaka í átt að lögreglumanni en misst marks.

Er þess krafist að William verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Aðalmeðferð málsins verður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 8. október.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Í gær

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna