fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Kona látin afklæðast á Keflavíkurflugvelli – Haldið í 10 tíma af lögreglu að ósekju

Heimir Hannesson
Mánudaginn 28. september 2020 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrir helgi konu 250 þúsund krónu bætur auk vaxta vegna tilhæfulausrar handtöku sem hún varð fyrir þann 24. september 2017.

Konan kom til landsins með flugi WW617 frá Alicante til Keflavíkur og lenti vélin 04:20 um morguninn, 24. september. Eftir að hafa sótt farangur sinn gekk konan út um tollhlið flugvallarins og fór í gegnum græna hliðið. Konan, ásamt hópi samferðafólks hennar, var tekið í handahófskennda leit á flugvellinum og fannst hvítt duft í mittistösku samferðamanns konunnar. Samkvæmt efnagreiningu Tollgæslunnar var um að ræða Kókaín.

Í kjölfar fundarins var konan, ásamt öllu samferðafólki sínu, fært hvert í sinn leitarklefa til líkamsleitar. Konan afþakkaði vitni við líkamsleitina. Í leitarklefanum var konan jafnframt yfirheyrð af Tollgæslu og tengsl hennar við eiganda ferðatöskunnar þar sem kókaínið fannst. Þó ekkert saknæmt hafi fundist á konunni og ekkert benti til þess að konan hafi verið samsek í ætluðum innflutningi á kókaíninu, var lögreglu tilkynnt um mál konunnar.

Konan mun hafa verið handtekin í kjölfarið, klukkan 7:27 að morgni, um 3 klukkustundum eftir að flugvél hennar lenti á flugvellinum. Hún var flutt í fangaklefa á lögreglustöðinni í Keflavík þar sem hún var yfirheyrð aftur. Á meðan hún var í haldi lögreglunnar var hún flutt til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í röntgenmyndatöku til að kanna hvort hún geymdi fíkniefni innvortis, en ekkert fannst við þá skoðun. Konunni var sleppt 14:55 þann sama dag. Hafði hún þá verið í haldi í 10 klukkustundir og á þeim tíma tekin í líkamsleit, röntgenmyndatöku, og yfirheyrð af tollvörðum og lögreglu.

Krafðist bóta en fékk engin svör

Lögmaður konunnar sendi í janúar 2019 miskabætur vegna málsins með bréfi til Ríkislögmanns. Ríkislögmaður svaraði ekki erindinu og eftir átta ítrekunarpósta lögmanns konunnar höfðaði hún mál gegn hinu opinbera.

Bótanna krafðist konan vegna áðurnefndra þvingunarúrræða sem hún var beitt og fyrir að hafa þurft að sæta því að hafa stöðu grunaðs manns í sakamáli í eitt og hálft ár, að ósekju.

Segir í dómnum:

Það hafi í fyrsta lagi valdið stefnanda miklum miska að þurfa að sæta nauðsynjalausri handtöku, vera svipt frelsi sínu og vera vistuð í fangaklefa. Hafi þetta valdið henni niðurlægingu, miklu hugarangri, ónotum og hræðslu. Hún hafi verið óttaslegin yfir þessari frelsissviptingu og henni hafi liðið mjög illa í haldi lögreglu og tollgæslu. Sérstaklega hafi það valdið henni miska að vera læst inni í fangaklefa. Í öðru lagi hafi röntgenrannsókn og líkams- og farangursleit valdið stefnanda miklum miska. Hún hafi upplifað sig berskjaldaða og með þessu hafi verið gengið harkalega nærri friðhelgi einkalífs hennar og henni gerður miski. Loks hafi það valdið stefnanda talsverðum áhyggjum, kvíða og miska að hafa réttarstöðu sakbornings svo lengi sem raun varð.
Héraðsdómur segir í niðurstöðu sinni, að „ekki sé óvarlegt að slá því föstu að frelsi stefnanda hafi verið skert í alls um tíu klukkustundir, eins og hún byggir á.“

Enn fremur segir þar: „Samandregið þá er einfaldlega ekkert að mati dómsins sem tengir stefnanda við þessa tilraun til að smygla inn til landsins ólöglegum fíkniefnum , nema það eitt að hafa ferðast með umræddum aðilum.“

Til viðbótar við bótakröfunni, 250 þúsund krónur, er málskostnaður vegna málsins 600 þúsund krónur látinn falla á ríkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“