fbpx
Laugardagur 31.október 2020
Fréttir

Á ferð í miðborginni með stórt sverð og þrjár ferðatöskur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. september 2020 05:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um mann á ferð í miðborginni með þrjár ferðatöskur og bakpoka. Þegar lögreglan hafði afskipti af honum vildi hann ekki kannast við ferðatöskurnar sem voru nærri. Maðurinn var handtekinn vegna rannsóknar málsins og þegar leitað var á honum fannst stórt sverð innanklæða. Maðurinn er grunaður um hylmingu og brot á vopnalögum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á sjötta tímanum í gær varð umferðarslys á Suðurlandsvegi við Heiðmerkurveg. Tvær bifreiðar skullu þar saman þegar annarri var ekið af Heiðmerkurvegi inn á Suðurlandsveg í veg fyrir hina. Báðar bifreiðarnar voru óökufærar á eftir og voru fjarlægðar af vettvangi með kranabifreið. Einn farþegi kenndi til eymsla í fæti og baki en var ekki fluttur á slysadeild.

Á sjötta tímanum í gær var tilkynnt um skemmdarverk hjá bílaleigu í hverfi 104. Á upptökum úr eftirlitsmyndavélum sjást karl og kona reyna að brjóta upp lyklabox sem leigutakar skila lyklum í. Svo virðist sem fólkið hafi ekki komist í lyklana en boxið er skemmt.

Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Lögreglan hafði afskipti af manni í gærkvöldi sem er grunaður um þjófnað úr verslun við Laugaveg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bandaríski sendiherrann hafður að háði að spotti – „Was this written by a grown-up?“

Bandaríski sendiherrann hafður að háði að spotti – „Was this written by a grown-up?“
Fréttir
Í gær

Segir Þórð og Benedikt popúlista og lýðsleikjur –  „Að vekja upp öfund, hatur og gremju. Það virðist vera þeirra markmið.“

Segir Þórð og Benedikt popúlista og lýðsleikjur –  „Að vekja upp öfund, hatur og gremju. Það virðist vera þeirra markmið.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír látnir í hnífaárás í Nice – Sagður hafa hrópað „Allahu Akbar“ er hann afhöfðaði konu

Þrír látnir í hnífaárás í Nice – Sagður hafa hrópað „Allahu Akbar“ er hann afhöfðaði konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrettánda COVID-andlátið

Þrettánda COVID-andlátið