fbpx
Laugardagur 31.október 2020
Fréttir

Þórdís svarar gagnrýni á meðferðarheimilið í Krýsuvík – Edrúhlutfall með því hæsta sem þekkist

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 26. september 2020 19:28

Krýsuvík. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Jóhannsdóttir Wathne, framkvæmdastjóri Meðferðarheimilisins í Krýsuvík hefur svarað fyrirspurnum DV í tengslum við ásakanir Hólmfríðar Karlsdóttur, fyrrverandi starfsmanns á heimilinu, um meint einelti dagskrárstjóra meðferðarheimilisins í sinn garð sem og efasemdum um fullnægjandi menntun dagskrárstjórans fyrir ábyrgðarstarf hans.

Sjá einnig: Ásakanir um einelti og andlegt ofbeldi í Krýsuvík

Þórdís svarar fyrst stuttlega tveimur spurningum frá DV um málið:

1.      Kannast þú við ásakanir um einelti og andlegt ofbeldi  af hálfu dagskrárstjórans? Hverju svarar þú slíkum ásökunu ?

„Við lítum alvarlegum augum á einelti og andlegt og ofbeldi slíkt líðum við ekki í Krýsuvík Ég væri að brjóta trúnað ef ég fjallaði um einstaka mál starfsmanna.“

2.      Telur þú að gagnrýni þess efnis að dagskrárstjórinn sé með of litla menntun eigi við rök að styðjast? Ef ekki, þá hvers vegna?

„Kröfur um menntun dagskrárstjóra og ráðgjafa Krýsuvíkur er sú að þeir hafi lokið námi í áfengis- og vímuefnaráðgjöf. Allir slíkir starfsmenn í Krýsuvík hafa lokið tilskyldu námi og eins og staðan er núna hafa allir lokið framhaldsmenntun einnig. Við lítum að sama skapi að reynslu í málaflokknum sem mikinn kost við val í starf.“

Þórdís sendi DV ennfremur eftirfarandi punkta um starfið:

„Í Krýsuvík eru að jafnaði 20 skjólstæðinga, 18 ára og eldri. Aldursdreifingin er frekar breið og þeir elstu sem koma til okkar eru um sjötugt og jafnvel yfir áttrætt. Margir hverjir eru alvarlega veikir af fíkn. Margir koma af götunni, úr neyðarskýlum og hafa sumir lokið tugum meðferða í gegnum árin. Í Krýsuvík öðlast stór hópur nýtt líf á nýjan leik þó svo að auðvitað sé hópur sem nær ekki að klára fulla meðferð. Við fylgjum skjólstæðingunum eftir að lokinni útskrift og aðstoðum þá við húsnæði og endurhæfingu. Með það að markmiði að þau komist á vinnumarkaðinn, ef þau er fær um það, og í það minnsta að þau upplifi sig sem fullgilda þegna í samfélaginu.

Edrúhlutfall eftir meðferð í Krýsuvík er með því hæsta sem þekkist í meðferðum á Íslandi. Um er að ræða langtímameðferð (að lágmarki 6 mánuðir) sem við teljum vera ein helstu ástæðu fyrir þessum mikla árangri. Þetta fólk þarf tíma til að fóta sig í edrúmennskunni. Aðrar ástæðum fyrir þessum mikla árangri teljum við vera fjarlægð frá mannabyggðum (gömlum félagsskap tengdum neyslu), tengslum við fallega náttúru, 12 spora meðferðar sem allir skjólstæðingar fara í gegnum og heimilislegs anda í Krýsuvík.

Mikil vöntun er á úrræði fyrir fólk í þessari stöðu. Biðlistinn hjá okkur er mjög langur, um nokkrir mánuðir. Við höfum haft fullt hús hjá okkur í Covidinu á meðan aðrar stofnanir hafa þurft að rýra starfsemi sýna. Við finnum að þörfin hefur aukist enn frekar, biðlistinn er lengri og fólk í verra ástandi en áður. Við stöndum vaktina.

Ég tók við sem framkvæmdastjóri Krýsuvíkur fyrr á þessu ári. Á starfstímanum hef ég lært hvað úrræði eins og Krýsuvík er mikilvægt samfélaginu. Miðað við þau viðtöl sem ég hef tekið og upplifun mína þá er góður andi í Krýsuvík. Öðru hvoru koma upp einstaka mál sem þarf að leysa eins og öllum öðrum vinnustöðum.

Markmið okkar er fyrst og fremst að umbreyta lífi fólks og aðstoða þau við að verða edrú á nýjan leik. Meirihluti þeirra sem lenda alvarlega í klóm vímuefna hafa undangengin áföll en á sama skapi getur hið ólíklegasta  fólk farið út af sporinu. Við vitum aldrei hver er næstur.

Ég hef áhuga á að gefa kost á mér í viðtal um það árangursríka starf sem fram fer í Krýsuvík með það að markmiði að upplýsa almenning um þetta sem úrræði sem er í boði fyrir þá sem eiga aðstandendur sem glíma við þennan vággest og sem mögulegt forvarnargildi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bandaríski sendiherrann hafður að háði að spotti – „Was this written by a grown-up?“

Bandaríski sendiherrann hafður að háði að spotti – „Was this written by a grown-up?“
Fréttir
Í gær

Segir Þórð og Benedikt popúlista og lýðsleikjur –  „Að vekja upp öfund, hatur og gremju. Það virðist vera þeirra markmið.“

Segir Þórð og Benedikt popúlista og lýðsleikjur –  „Að vekja upp öfund, hatur og gremju. Það virðist vera þeirra markmið.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír látnir í hnífaárás í Nice – Sagður hafa hrópað „Allahu Akbar“ er hann afhöfðaði konu

Þrír látnir í hnífaárás í Nice – Sagður hafa hrópað „Allahu Akbar“ er hann afhöfðaði konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrettánda COVID-andlátið

Þrettánda COVID-andlátið