fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Fréttir

Fimm ákærðir fyrir hrottalega líkamsárás á Suðurlandi – Rafmagnsrakvél í rass og rökuðu með hrossaklippum

Heimir Hannesson
Föstudaginn 25. september 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært fimm fyrir aðild að grófri og einkar ógeðfelldri líkamsárás, ólögmæta nauðung og kynferðislega áreitni.

Atburðirnir áttu sér stað í ágúst 2016 á Suðurlandi. Munu þau ákærðu hafa ruðst inn á heimili fórnarlambsins þar sem hann lá sofandi í rúminu sínu, snúið upp á hendur hans, klipið í hann og slegið. Á meðan rakaði einn ákærða mest allt hár af höfði mannsins og augabrúnir hans með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél sem sakborningar höfðu haft meðferðis.

Þá eru þau ákærð fyrir að hafa haldið árásinni áfram og dregið buxur mannsins niður fyrir rass mannsins og „troðið rafmagnsrakvélinni milli rasskinna [fórnarlambsins] að endaþarmsopi hans og skilið hana þar eftir.“

Af árásinni hlaut fórnarlambið nokkur grunn sár á hársverði, grunn sár og bólgur á enni, mar á hægri olnboga og í kringum báða úlnliði, stirðleika í hálsi, eymsli við endaþarmsop og missti nær allt hár á höfði hans.

Mikill dráttur orðið á málinu

Fórnarlambið krefst þriggja milljóna króna í bóta auk lögmannskostnaðar vegna málsins.

Athygli vekur að mikill dráttur hefur orðið á málarekstrinum. Herma heimildir DV að allir hinir ákærðu séu erlendir og þrjú þeirra búsett erlendis. Fórnarlambið er íslenskt, búsett hér á landi. Skýrist drátturinn að mestu leyti af því að vitni og ákærðu séu erlend. Öll voru þau meira og minna farin úr landi þegar rannsókn hófst. Vitni í málinu eru fjögur, og öll búsett erlendis.

Ákæran í málinu var gefin út í nóvember 2019 og þingfest á fyrstu mánuðum 2020. Lagðist þá mest allt þinghald niður tímabundið vegna samkomubanns og annarra takmarkana vegna Covid faraldursins. Auk þess lagðist allt flug niður og var þá nær ómögulegt að fljúga vitnum og sakborningum heim vegna málsins.

Að sögn Drafnar Kærnested, saksóknara í málinu, verður nú stuðst við tímabundnar lagaheimildir vegna Covid faraldursins um skýrslutökur fyrir dómstólum með fjarfundabúnaði.

Ferðakostnaður vitna og sakborninga fellur undir sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ákærður fyrir að ráðast á og nauðga fyrrverandi kærustu sinni

Ákærður fyrir að ráðast á og nauðga fyrrverandi kærustu sinni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

167 Icelandair þotur af íslenskum hestum fluttar út

167 Icelandair þotur af íslenskum hestum fluttar út