fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Tveir Íslendingar á gjörgæslu á Gran Canaria

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. september 2020 13:47

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir Íslendingar eru á gjörgæslu á sjúkrahúsi á Las Palmas á Gran Canaria með COVID-19. Þetta kemur fram á fréttavefnum Trölli.is.

Annar Íslendinganna veiktist fyrir tæpri viku síðan og hafði hann umgengist Íslendinga á Ensku ströndinni á Gran Canaria töluvert mikið. Rétt nýlega bárust svo fréttir um að annar Íslendingur hefði verið lagður á gjörgæsælu í Las Palmas, þar sem hinn Íslendingurinn liggur núna.

Í Facebook-hópnum Heilsan á Kanarí birtist eftirfarandi pistill um málið. Þar er staðhæft að reynt hafi verið að þagga fréttir af þessum veikindum niður:

Fyrir tæpri viku síðar, var Íslendingur fluttur alvarlega veikur af covid, á gjörgæslu í Las Palmas.
Þar sem Íslendingar mynda mjög þétt samfélag á Ensku ströndinni, umgangast mikið hverja aðra og stunda sömu staðina, er mjög mikilvægt að reyna ekki að þagga þetta niður, heldur að upplýsa alla um stöðu mála.
Nú er mjög mikilvægt, fyrir Íslendinga á svæðinu, að huga alvarlega að smitvörnum , því líklegt er að flestir hafi umgengist hann eða einhvern sem gerði það, á meðan hann var smitandi.
Best er að vera í sjálfskipaðri sóttkví næstu viku til 10 daga. Fara eftir það í skimun. Þetta er mjög mikilvægt til að reyna að koma í veg fyrir hópsmit.
Því miður virðast einhverjir hafa reynt að þagga þetta niður, það er mjög miður því þöggun stöðvar ekki smit, heldur er þöggun öruggasta leiðin til að auka útbreiðslu veirunnar.
Þarna er margt fólk af heilsufarsástæðum og viðkvæmt fyrir smiti, stöndum saman í að verja hvort annað og upplýsa um stöðuna.
Hægt er að fá greiningu á ýmsum rannsóknarstofum,en til þess þarf yfirleitt tilvísun frá lækni.
Set síðar inn nánari upplýsingar um smit og rakningar- ef þær berast.
UPPFÆRT . NÚ MUNU 2 ISLENDINGAR VERA Á GJÖRGÆSLU. Vantar enn upplýsingar um hvenær sá seinni var lagður inn
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu