fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Fréttir

Telur að Gunnar fái í mesta lagi sex ára fangelsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. september 2020 09:36

Gunnar Jóhann (t.v.) og Gísli Þór við veiðar á góðri stund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjørn Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem ákærður er fyrir að hafa skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson til bana, í Mehamn í Norður-Noregi, vorið 2019, er bjartsýnn á að Gunnar verið sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en ekki manndráp af ásetningi eins og ákæruvaldið krefst.

Þetta kemur fram í viðtali Bjørns við Mbl.is. Grundvöllur ásetningsákærunnar er sá að Gunnar hafi farið með skotvopn á staðinn heim til Gísla. Lögmaðurinn segir hins vegar að ætlun Gunnars hafi verið að skjóta Gísla skelk í bringu og fá hann til að enda samband sitt við barnsmóður og fyrrverandi eiginkonu Gunnars.

Í yfirlýsingu á Facebook sem Gunnar birti strax eftir voðaverkið sagði hann að það hefði verið slys.

Ef Gunnar verður sakfelldur fyrir manndráp af ásetningi gæti hann fengið 14 ára dóm. Lögfræðingur hans segir að fyrsta skotið úr byssunni hafi verið slys en fleiri skot hlupu úr henni við átök bræðranna um hana.

Heiða Þórðar, systir bræðranna, sem var í góðu og nánu sambandi við þá báða, er sannfærð um að verknaðurinn hafi verið slys. „Miðað við þau sönnunargögn sem lögmaður hans hefur undir höndum þá hefði ég talið öll efni til að ákæra fyrir manndráp af gáleysi, “ sagði Heiða í viðtali við DV snemma á árinu, um það leyti sem ákæran var birt, en hún hljóðar upp á manndráp af gáleysi.

Heiða fylgist með réttarhöldunum en vill ekki tjá sig í bili, fyrr en að aðalmeðferð lokinni. Talið er að hún standi til morguns eða út vikuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærður fyrir að ráðast á og nauðga fyrrverandi kærustu sinni

Ákærður fyrir að ráðast á og nauðga fyrrverandi kærustu sinni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

167 Icelandair þotur af íslenskum hestum fluttar út

167 Icelandair þotur af íslenskum hestum fluttar út