fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Kristinn segir að erfiðleikar hafi verið í samskiptum við Jóhann – Sorgleg vinslit og óumflýjanlegur árekstur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. september 2020 13:59

Jóhann Björnsson (t.v.) og Kristinn Theódórsson. Mynd af Jóhanni: Sigtryggur Ari. Mynd af Kristni: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Theodórsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Siðmennt, segir ekki rétt að ekki hafi verið samskipta- og samstarfserfiðleikar vegna framgöngu Jóhanns Björnssonar sem í sumar var sagt upp starfi sínu sem kennslustjóri fermingarfræðslu Siðmenntar eftir aldarfjórðungs starf.

Uppsögn Jóhanns hefur vakið undrun margra og almennt fengið neikvæð viðbrögð. Sérstaklega þykir mörgum skrýtið, og þar á meðal Jóhanni sjálfum, að samskiptaerfiðleikar hafi verið ein af ástæðum uppsagnarinnar. Þessu er Kristinn Theódórsson ekki sammála.

Sjá einnig: Siðmennt lét kennslustjórann fjúka eftir aldarfjórðung í starfi

Sjá einnig: Átökin í Siðmennt: Segir Ingu hafa rekið Jóhann vegna persónulegrar óvildar

Kristinn birtir pistil um málið á Facebook-síðu sinni í dag. Hann segir að starfslok Jóhanns séu ekki eins skrýtið mál og margir vilji vera láta. Hann segir ásakanir um erfið samskipti við Jóhann ekki vera úr lausu lofti gripnar:

„Ég þekki þokkalega til og þetta er ekki svo skrýtið mál. Jóhann er skemmtilegur gaur og góður félagi – og hefur ásamt öðrum um árabil byggt upp mjög flottan grunn að kennslu í borgaralegri fermingu. Ég var sjálfur eins og hann í stjórn félagsins þegar það var lítið áhugamannafélag. Það var þroskandi og gaman. Þegar krafan um formlegheit og formfestu varð meiri fann ég þó að nýtt fólk með sterkari bakgrunn úr stöðluðu félagastarfi fúnkeraði betur en ég gerði. Ég hætti því í rólegheitum að starfa í stjórn. Mér finnst stundum eins og Jóhann hafi að sama skapi síður fúnkerað vel þegar stærð félagsins fór að kalla á meiri formfestu.

Jóhann er þó auðvitað starfandi kennari og öllu vanur og kannski rangt af mér að líkja honum við sjálfan mig. En ásakanir um erfið samskipti á köflum og ýmsa árekstra eru ekki úr lausu lofti gripnar, þótt hann geri lítið úr þeim. Það er því alveg eðlilegt að stjórnin hafi farið að íhuga hvort það sé gott að kennslustýringin sé öll á herðum eins manns og það í svona mörg ár í röð. Enginn á að vera ómissandi, eins og maður segir stundum.“

Kristinn segist telja þessa breytingu hluta af eðlilegum kynslóðaskiptum í félaginu. Hann hafi sjálfur starfað með Jóhanni í Siðmennt þegar félagið var miklu minna og naut minni viðurkenningar. Stækkun félagsins kalli á skipulagðari vinnubrögð og við hæfi sé að eldri félagar eins og hann og Jóhann dragi sig í hlé. Oft sé erfitt fyrir eldri félaga að láta yngra fólki eftir stjórnartaumana.

Kristinn segir að krísur og átök séu eðlilegir vaxtarverkir í félögum. Gefur hann í skyn að árekstur stjórnar Siðmenntar við Jóhann Björnsson hafi verið óumflýjanlegur:

„Það er hinsvegar auðvitað leiðinlegt að upp komi ágreiningur og vinslit í annars góðum hópi fólks. Það hef ég þó heyrt um allskyns félög, að fæst komast þau hjá því að díla við einhverjar krísur og vaxtarverki. Sumir árekstrar virðast óumflýjanlegir.“

 

Pistil Kristins í heild og umræður undir honum má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Í gær

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna