fbpx
Þriðjudagur 27.október 2020
Fréttir

Fiskikóngurinn um starfsmennina sem hættu fyrirvaralaust – „Flestir segja að ég eigi að hýrudraga þær“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. september 2020 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Flestir segja að ég eigi að hýrudraga þær og ég hef fengið sendar greinar og dóma sem sýna að ég er í fullum rétti að halda eftir launum þeirra. En þú veist hvernig þetta er. Fólk gæti farið að níða niður mitt fyrirtæki á netinu og svo stökkva einhverjir á vagninn. Það er ekki þess virði að taka þátt í slíkum slag. En ég hef ekki tekið ákvörðun um þetta, “ segir Kristján Berg – Fiskikóngurinn – í viðtali við DV. Pistill Kristjáns um viðskilnað tveggja starfsmanna sem hættu hjá honum um helgina hefur vakið gríðarlega athygli.

Sjá einnig: Fiskikóngurinn ósáttur við framkomu starfsmanna sinna: „Látum sumt starfsfólk traðka á okkur“

Um er að ræða tvær erlendar konur, 43 og 44 ára, mæður og eiginkonur, sem hafa mikla starfsreynslu og hafa unnið lengi hjá Kristjáni. Þær sögðu upp með sms-skilaboðum um helgina. Honum sárnar að þær hafi ekki greint honum frá ákvörðun sinni augliti til auglitis og haft einhvern fyrirvara á starfslokunum enda skapi þetta mikið aukaálag á annað starfsfólk Fiskikóngsins tímabundið. Gerðu þær starfssamning við annað fyrirtæki á meðan þær voru enn á ráðningarsamningi hjá Fiskikónginum.

„Það þarf að koma fólki í skilning um að það ber að virða samninga og það á að sýna kurteisi og tillitsemi. Útlendingar þurfa líka að læra íslenskar reglur sem gilda um þessi mál. Velkomin til Íslands, segi ég bara,“ segir Kristján.

„Þegar þú labbar svona fyrirvaralaust út úr fyrirtæki þá lendir allt á starfsmanninum við hliðina á þér. Einhver sem hefur verið vinkona þín og hlegið og skemmt sér með þér í gegnum árin, allt í einu ertu búin að setja aukaverkefni á herðar henni. Starfsfólkið hérna hristir hausinn yfir þessu.“

Kristján segir að sumir spyrji hann hvort hann borgi kannski ekki nógu góð laun og þess vegna hafi fólk verið að hætta hjá honum. Það sé hins vegar alrangt. Það sé svo miklu dýrara og erfiðara að þjálfa nýtt starfsfólk upp í sérhæfð verkefni en að gera vel við reynslumikla starfsmenn sem séu til staðar. Hann greiði ekki lág laun og svo skemmtilega vill til að Fiskikóngurinn fékk í gær viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki ársins, annað árið í röð.

„Ég vinn að því öllum árum að fá þessa viðurkenningu líka á næsta ári, markmiðið núna er að vinna þetta árlega,“ segir Kristján og undirstrikar þar með að það samræmist ekki markmiðum hans að gera ekki vel við starfsfólk.

„Mér finnst að starsfólk þurfi að gera upp við sig hvort það vilji lifa með svona á samviskunni. Við erum ekki að tala um 18 ára krakka heldur reyndar og traustar konur sem ég treysti vel. Búnar að vinna hjá mér í mörg ár og ég treysti þeim fyrir að vinna matvæli sem ég er að selja þér og fleirum. Maður er bara með fólk sem maður treystir í svoleiðis verkefnum, ég er ekki með einhverja vitleysinga í vinnu og ég taldi þetta fólk ekki vera vitleysingja,“ segir Kristján.

Vill ekki að Sólveig taki fyrirtækið af lífi

„Þær eiga laun hjá mér frá 26. síðasta mánaðar og til og með þess dags sem þær gengu út. Ég á eftir að meta hvort ég nenni í einhvern slag. Mér sýnist að hún Sólveig Anna hjá Eflingu sé í þannig ham að hún myndi taka mitt fyrirtæki af lífi, ég nenni ekki að taka þann slag.“

Kristján segir að umræðan um launþega og atvinnurekendur sé einsleit. „Það er alltaf verið að bauna á launagreiðandann, hann er djöfullinn og verkalýðsforingjar segja alltaf að það eigi að greiða hærri laun, en svo er sumt fólk ekki að standa sig í starfi og það er dýrt,“ segir Kristján.

„Síðan þarf að opna umræðuna um þessi læknisvottorð,“ segir Kristján og segir að stundum geri starfsmenn athugasemd við að þeir hafi ekki fengið greiddan dag þar sem þeir tilkynntu sig veika. Þá bendi hann á að þeir hafi ekki skilað inn læknisvottorði. „Heyrðu, ég kem bara með það eftir helgi, er þá sagt. Fólk virðist geta labbað inn til lækna og fengið vottorð upp á eitthvað sem gilti fyrir mánuði síðan. Hvaða bull er það?“

Hann segir suma taka út alla lögboðna veikindadaga án þess að vera veikir. „Maður getur ekki sagt við fólk: Þú ert ekki veikur. Þá verður maður hengdur sem atvinnurekandi. En þegar þú ert þunnur þá ertu þunnur, þú ert ekki veikur,“ segir Kristján og skellihlær.

Hann segir að það sé almennt mjög gott hljóð í sér. „Ég er hamingjusamur með þetta allt en ég vil reyna að koma fólk í skilning um að því ber að virða gerða samninga og sýna kurteisi og tillitsemi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð
Fréttir
Í gær

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun
Fréttir
Fyrir 3 dögum
76 ný COVID-19 smit