fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ríkislögreglustjóri auglýsir eftir egypsku fjölskyldunni

Heimir Hannesson
Mánudaginn 21. september 2020 19:30

mynd/Sema Erla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stoðdeild ríkislögreglustjóra, sem annast framkvæmd brottvísana úr landi, hefur sent tilkynningu þar sem óskað er eftir upplýsingum um ferðir og dvalarstað Khedr fjölskyldunnar.

Til stóð að vísa Ibrahim Mahrous Ibrahim Khedr, konu hans Doaa Mohamed Mohamed Eldeib og fjórum börnum þeirra úr landi þann 16. september síðastliðinn. Þegar lögregla mætti til þeirra klukkan 5:30 að morgni til var fjölskyldan ekki á heimili sínu við Ásbrú í Reykjanesbæ. Hún var þá farin í felur, þar sem hún er enn.

Lögmaður fjölskyldunnar lagði í dag fram í Héraðsdómi Reykjavíkur kröfu um ógildingu úrskurðar Kærunefndar um útlendingamál. Nefndin hafði áður hafnað hælisumsókn fólksins.

Samkvæmt tilkynningu ríkislögreglustjóra eru þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir fjölskyldunnar eða vita hvar hún er niðurkomin eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið stoddeild@logreglan.is.

Fyrir helgi sagði lögreglan að fjölskyldan væri hvorki eftirlýst né leitað og að lögreglan tæki þessu með ró.

Sjá nánar: Egypska fjölskyldan hvorki eftirlýst né leitað af lögreglu – Brottvísanir „ekki eftirsóknarvert starf innan lögreglunnar“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu