fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Fréttir

113 smit á tveimur dögum – Víðir kominn í sóttkví

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 20. september 2020 12:58

Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

113 COVID-19 smit hafa greinst hér á landi á síðustu tveimur dögum. 38 smit greindust í gær og 75 smit greindust í fyrradag.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og sagði þar að hann telji ekki tilefni til hertari aðgerða að svo stöddu. Ástæðan fyrir því er sú að mun færri greindust í gær en í fyrradag. Hann vill frekar halda áfram með það sem við lagt var upp með og byrjað á í gær og sjá síðan til.

„Við höfum reynt að gera þetta eins milt og hætt er. Ekki með of miklum fórnarkostnaði,“ sagði Þórólfur „Á meðan að veiran er ófyrirsjáanleg þá getum við ekki verið með fyrirsjáanleika í aðgerðum, því miður.“

Þá greindi Vísir frá því að Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn væri kominn í sóttkví. „Ég var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn vera mjög smitandi þann dag sem ég hitti viðkomandi. Þar af leiðandi var ég settur í sóttkví samkvæmt þeim reglum sem við vinnum eftir,“ sagði Víðir sem verður því ekki á upplýsingafundi Almannavarna sem fer fram klukkan 14 í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð
Fréttir
Í gær

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun
Fréttir
Fyrir 3 dögum
76 ný COVID-19 smit