fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Fréttir

Metamfetamín, kannabis og hvítar töflur fundust í íbúðarhúsnæði í Keflavík

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. september 2020 10:04

Keflavík - Mynd: Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á Suðurnesjum hefur að undanförnu verið tilkynnt um nokkur mál er varða fjársvik á netinu. Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni í dag. „Svipuðum aðferðum er beitt í öllum tilvikum, það er að hlutur er auglýstur til sölu, kaupandi leggur tiltekna fjárhæð inn á „seljandann“ sem segist ætla að senda hlutinn sem skilar sé svo aldrei í hendur kaupandans,“ segir lögreglan.

„Í einhverjum tilvikum hefur sami aðili orðið uppvís að slíkum prettum oftar en einu sinni og ljóst er að einhverjir sem telja sig vera að kaupa auglýstan hlut eru að tapa verulegum fjárhæðum,“ segir einnig í tilkynningunni en lögreglan ráðleggur fólki að sýna varkárni í viðskiptum af þessu tagi á netinu.

Lögreglan greinir einnig frá því að hún hafi farið í húsleit að fenginni heimild í íbúðarhúsnæði í Keflavík í vikunni. Þar fann lögreglan metamfetamín, kannabisefni og hvítar töflur. „Efnin voru víðs vegar um íbúðina. Grunur leikur á að fíkniefnaviðskipti hafi farið fram í íbúðinni að undanförnu.“

Þá segir lögreglan frá því að henni hafi borist tilkynning í fyrradag um innbrot í gám í Keflavík. Þar hafi verkfærum verið stolið, slípirokk og nokkrum hleðsluborvélum. „Svo virðist sem lás á honum hafi veruð spenntur upp með steypustyrktarjárni sem lá fyrir utan hann,“ segir lögreglan og bætir við að áður hafi verið brotist í annan gám í Keflavík. „Lásinn á honum hafði einnig verið spenntur upp. Úr honum hafði verið stolið steypuhrærara og handfræsara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð

Útlendingastofnun frábiður sér ásakanir hælisleitenda um slæma meðferð
Fréttir
Í gær

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“

Opinbera hræðilegt ástand á Suðurnesjum – Segja að honum hafi verið neitað um mat í þrjá daga – „Við erum að þjást“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“

Ína lýsir stöðunni í Ameríku – „Þetta var alveg ótrúlegt ástand“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun

COVID-19 smit á Vogi – Fann fyrir einkennum eftir skimun
Fréttir
Fyrir 3 dögum
76 ný COVID-19 smit