fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Fréttir

„Illskan hefur sigrað“ – „Því mun fylgja frekari áföll og örvænting um árabil“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 16. september 2020 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, var harðorð í gærkvöldi vegna fyrirhugaðrar brottvísunar egypsku fjölskyldunnar frá Íslandi.

Til stóð að vísa Kehr-fjölskyldunni frá landi í nótt og tjáir Sema sig um það á samfélagsmiðlinum Twitter. Hún segir samkenndina, samstöðuna og réttlætið hafa tapað fyrir kerfisbundnu ofbeldi á flóttabörnum og að það væri í boði íslenskra stjórnvalda. „Illskan hefur sigrað mannúðina og kærleikann. Pólitísk staða flokka og fólks skiptir meira máli en öskrandi hræðsla, átakanleg sorg og ískrandi þjáningar ungra barna,“ segir Sema.

„Framtíð og öryggi barna sem ekkert hafa unnið sér til saka annað en að hafa verið neydd á flótta frá heimalandi sínu er fórnað fyrir pólitískan (ó)frama ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Hafið ævarandi skömm fyrir!“

Með tístinu deilir Sema mynd af börnum fjölskyldunnar. „Þetta eru systkinin Abdalla, Rewida, Hamza og Mustafa. Þau eru tveggja til tólf ára gömul. Þessi börn munu alltaf eiga stað í hjarta mínu – sem nú er í molum – og vonandi í hjarta okkar allra!“ segir hún. „Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hér megi þau ekki eiga heima – eins og ekkert sé eðlilegra og einfaldara. Í stað þess að grípa til aðgerða til varnar réttindum barnanna hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að reka þessi börnin úr landi. Því verður ekki gleymt!“

Sema segir börnin nú vera aftur á leiðinni á flótta um ókomna tíð. „Því mun fylgja enn frekari ótti, óvissa, óöryggi og neyð. Því mun fylgja frekari áföll og örvænting um árabil,“ segir hún. „Sagan mun dæma þau hart sem bera ábyrgð á því. Rétt eins og sagan hefur ávallt dæmt þau sem fremja grimmdarverk.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Úber rasískur“ pistill í Morgunblaðinu veldur úlfúð – „Er hún opinberlega að peppa nasisma?“

„Úber rasískur“ pistill í Morgunblaðinu veldur úlfúð – „Er hún opinberlega að peppa nasisma?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úti er hjólhýsa-ævintýri – 50 ára hjólhýsabyggð lokað

Úti er hjólhýsa-ævintýri – 50 ára hjólhýsabyggð lokað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun