fbpx
Miðvikudagur 21.október 2020
Fréttir

213 milljóna gjaldþrot Manna í vinnu – Leynilegar upptökur DV virðast sanna kennitöluflakk

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 16. september 2020 18:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptalokum þrotabús MIV ehf., rekstrarfélags starfsmannaleigunnar Menn í vinnu var í dag auglýst í lögbirtingablaðinu. Lýkur þar með formlega sögu Manna í vinnu.

Athygli beindist að vandræðum fyrirtækisins með þætti Kveiks á RUV um misnotkun erlends verkafólks á Íslandi síðla árs 2018. Upphófust talsverðar deilur sem ASÍ, Efling, RUV, Vinnumálastofnun, Halla Rut Bjarnadóttir, eigandi Manna í vinnu og Seiglu ehf., og dómstólar áttu aðkomu sína að.

Vandræði á vandræði ofan

Í þættinum var fjallað sérstaklega um Menn í vinnu og féllu býsna þung orð sem sum hver voru síðar dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þannig kom fram í dómsorði dómsins að eftirfarandi ummæli skuli vera dæmd dauð og ómerk: „[O]g ég er búin að sjá bankareikninga hjá þeim þar sem að fyrirtækið leggur inn og tekur jafn harða út aftur. Mennirnir komast ekki neitt og þeir eru ekki á launum“ og „Menn í vinnu legðu inn á þá til dæmis 100.000 en síðan færi 90.000 út aftur. Ég sá þessar færslur og spurði hvernig þetta væri hægt en þá vissu þeir það ekki almennilega en að Halla Rut sem á fyrirtækið vildi alltaf fá að sjá og vita PIN númer þeirra svo það virðist sem Menn í Vinnu ehf. hafi aðgang að heimabönkum mannanna.“ Voru þetta orð Maríu Lóu Friðjónsdóttur, sérfræðings ASÍ.

Í apríl lagði Vinnumálastofnun svo 2.5 milljóna stjórnvaldssekt fyrir vankanta á skráningu starfsmanna starfsmannaleigunnar hjá stofnuninni. Samkvæmt lögum um starfsmannaleigur er starfsmannaleigum skylt að skrá bæði sig, og starfsmenn sína sem og upplýsingar um umfang starfseminnar hjá Vinnumálastofnun. Þessari skyldu taldi Vinnumálastofnun Menn í vinnu hafa vanrækt og var sektin því lögð á félagið.

Þá kærði Efling stéttarfélag, fyrir hönd félagsmanna sinna, Menn í vinnu og Eldum rétt ehf. á grundvelli keðjuábyrgðarlaga, fyrir nauðungavinnu og fleiri gróf brot. Eldum rétt hafði nýtt sér þjónustu Manna í vinnu við framleiðslu á matarpökkum sínum.

Kaflaskil Höllu Rutar

Á þeim tíma hafði Menn í vinnu verið tekið til gjaldþrotaskipta. Sagði Efling þá frá því í maí árið 2019 á sinni heimasíðu að „fyrirtæki sem varð alræmt í vetur undir nafninu Menn í vinnu ehf.“ hafa þá skipt um nafn og forsvarsmenn og virtist stefna í gjaldþrot. Sú varð raunin, því í september 2019 var félagið lýst gjaldþrota. Efling sagði þá að Seigla ehf. væri nýr rekstraraðili sama reksturs. Seigla ehf. er enn í dag í rekstri og er í eigu Höllu Rutar, fyrrum eiganda Manna í vinnu.

Tengsl við eignarhaldsfélag Bræðraborgarstígs 1

Seigla hefur um langa hríð haft húsnæði á leigu af HD verki ehf., sem er í eigu H2O ehf. Eigandi H2O ehf. er Kristinn Jón Gíslason. Félag Kristins, HD verk. var eigandi Bræðraborgarstígs 1, sem brann í júní með þeim afleiðingum að þrír létust og fleiri slösuðust. Eignin sem Seigla er með í leigu af félagi Kristins er við Kársnesbrekku 96A og er iðnaðarhúsnæði sem hefur verið hólfað niður í herbergi og deila heimilismenn eldhúsi.

Sjá má aðstöðuna í myndbandi sem blaðamaður DV tók af Kársnesbrekku 96A hér að neðan. Á myndbandinu sjást meðal annars mannhæðahá stæða af fatnaði merktum Mönnum í vinnu. Félagi hafði, þegar myndbandið var tekið, þegar verið tekið til gjaldþrotaskipta og Seigla tekin við rekstri félagsins. Þá mátti jafnframt sjá fatnað merktum Mönnum í vinnu á þvottasnúru og á víð og dreif um húsnæðið og því ljóst að sá fatnaður var nýttur undir starfsmenn Seiglu.

Risagjaldþrot og ekki króna upp í kröfurnar

Það skal tekið fram að blaðamanni DV var hleypt inn af íbúa hússins í tvígang, með nokkurra vikna millibili. Í fyrra skipti var skilti fyrir utan, ofan við póstlúguna, þar sem nöfn mannanna sem þar bjuggu voru listuð upp. Þegar blaðamaður gerði sér ferð síðar síðastliðið sumar hafði skiltið verið tekið niður.

Talsverð verðmæti liggja í fatnaði sem þessum, útigöllum og öðrum hlífðarfatnaði til dæmis. Má ætla að þeim verðmætum hafi ekki verið komið til skila til skiptastjóra þrotabúsins, enda enn í notkun þegar blaðamaður DV bara að garði, tæpu ári eftir að félagið var tekið til gjaldþrotaskipta.

Gjaldþrot MIV ehf., nam, skv. birtingu í lögbirtingablaðinu í dag, 213.425.399 kr.- DV hefur ekki upplýsingar um hverjir séu kröfuhafar þrotabúsins, sem nú sitja eftir með sárt ennið. Þó má leiða að því líkum að einhver hluti krafnanna séu launakröfur fyrrum starfsmanna félagsins.

Ekkert fékkst upp í kröfurnar.

Skjáskot úr Lögbirtingablaðinu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Almannavarnir tjá sig um skjálftana – Lögreglumenn á leiðinni að svæðinu

Almannavarnir tjá sig um skjálftana – Lögreglumenn á leiðinni að svæðinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Magnús Tumi róar þjóðina – Það er ekki að fara að gjósa

Magnús Tumi róar þjóðina – Það er ekki að fara að gjósa
Fréttir
Í gær

Blóðtaka fyrir United – Þrjú stór nöfn fóru ekki með til Parísar

Blóðtaka fyrir United – Þrjú stór nöfn fóru ekki með til Parísar
Fréttir
Í gær

Sigur Rós á barmi gjaldþrots – „Galli á íslenskri löggjöf sem er landi okkar til skammar“

Sigur Rós á barmi gjaldþrots – „Galli á íslenskri löggjöf sem er landi okkar til skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

64 greiningar í gær, þar af 22 í flugi frá Póllandi – Nýgengi smita lækkar í fyrsta sinn í „þriðju bylgju“

64 greiningar í gær, þar af 22 í flugi frá Póllandi – Nýgengi smita lækkar í fyrsta sinn í „þriðju bylgju“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést í bruna í Borgarfirði

Lést í bruna í Borgarfirði