fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Egypska fjölskyldan verður sótt af lögreglu hálf sex í fyrramálið – Fara í flug hálf átta

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 15. september 2020 21:09

mynd/Sema Erla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur heimildir fyrir því að Kehdr-fjölskyldan egypska verði sótt kl 5:30 í fyrramálið á heimili sitt að Ásbrú í Keflavík. Til stendur að flytja hana af landi brott með flugi snemma á morgun.

Sökum þjóðfélagsástandsins er aðeins um tvö flug að ræða, Amsterdam kl 07:40 og Kaupmannahöfn kl 07:45. Lögmaður fjölskyldunnar gat ekki staðfest með hvoru flugi fjölskyldan færi, en samkvæmt heimildum DV er líklegast að hún fari til Egyptalands í gegnum Amsterdam, og þá með vél Icelandair þangað kl 07:40 í fyrramálið.

Líkt og sagt hefur verið frá í fréttum í dag og í kvöld hefur kærunefnd útlendingamála hafnað kröfu um frestun réttaráhrifa. Þá hefur nefndin neitað að taka til afgreiðslu tvær beiðnir um endurupptöku sem liggja á borði nefndarinnar áður en til brottvísunar kemur. Þetta hefur DV eftir Magnúsi D. Norðdahl, lögmanni fjölskyldunnar. Hann segir framframt að það þýði að búa er að tæma þær lögformlegu leiðir sem til staðar eru til þess að stöðva fyrirhugaða brottvísun á morgun.

Gagnrýnis aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar

Magnús segir jafnframt við DV:

Andstætt því sem oft hefur gerst í sambærilegum málum á síðustu árum þá kusu stjórnmálamenn í þetta skiptið að sitja hjá í stað þess að beita sér. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart í tilviki Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra enda er stór hluti hennar baklands sáttur við þessa framgöngu hennar og vill ólmur stöðva þá blæðingu á kjörfylgi sem átt hefur sér stað yfir til Miðflokksins.

Hann segir enn fremur að dómsmálaráðherra sem hluti af ríkisstjórninni sem og aðrir ráðherrar, og þá einkum forsætis- og barnamálaráðherrar hefðu átt að beita sér í málinu. „Ég tel að ráðherrar VG hafi farið á svig við þau gildi sem þeir segjast standa fyrir og að þeir hafi enn fremur svikið allt sitt bakland og þá sem flokkinn kusu í síðustu kosningum.“

Magnús segir að lokum við DV:

Það er ákaflega sorglegt að fjórum börnum sem hafa aðlagast íslensku samfélagi skuli nú vísað úr landi. Hér hafa þau upplifað öryggi, lært tungumálið og eignast vini. Það skal tekið fram að heildstætt og sjálfstætt mat hefur aldrei fram á hagsmunum þeirra í þessu máli, hvorki í upphafi né á síðari stigum þegar dvöl þeirra hafði varað jafnlengi og raun ber vitni. Þetta er klárt brot á barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna og 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta mál verður í heild sinni borið undir dómstóla.

Fjölmenni var á samstöðufundi með egypsku fjölskyldunni í dag þar sem brottvísun hennar var mótmælt. mynd/Valli

Úlfúð víða í samfélaginu

Þá hafa fleiri tjáð sig um málið. Þannig sagði til dæmis Agnes M Sigurðardóttir, biskup Íslands, í fréttum fyrr í dag að kristin trú hvetji fólk til að standa vörð um mannlegt líf og hvetji jafnframt til gestrisni og að fjölskyldan ætti að fá dvalarleyfi hér á landi.

Þá hefur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, einnig tjáð sig í kvöld. Sagði hún meðal annars, í langri færslu um málið á Facebook, að hún fordæmdi þá sem tækju þátt í að viðhalda kerfi þar sem framkvæmdar væru „þvingaðar brottfarir“ á aðfluttum börnum á meðan „erlendir stór-kapítalistar“ gætu keypt upp stórar landareignir hér á landi. Færslu Sólveigar má sjá í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“