fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Fréttir

Nokkrir stjórnendur í ferðaþjónustu lýsa yfir eindregnum stuðningi við endurreisn Icelandair

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. september 2020 18:37

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptar skoðanir eru um fjárhagslega endurreisn Icelandair. Hefur einkum verið deilt um ríksiábyrgð á lánalínum til fyrirtækisins og fyrirsjáanlegri þátttöku lífeyrissjóða í hlutafjáraukningu félagsins, sem margir álíta vera mjög áhættusama fjárfestingu og því óviðunandi að lífeyrissparnaði landsmanna sé hætt í hana.

Þjóðhagslegt mikilvægi Icelandair er einnig fyrirferðarmikill punktur í umræðunni en aðrir telja að Icelandair sé ekki ómissandi, aðrir aðilar geti tekið við hlutverki þess. Þeirra á meðal er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem sagði í Facebook-færslu fyrir skömmu:

„Það er beinlínis röng forsenda að gefa sér að ef Icelandair hætti rekstri verði ekki starfrækt flugfélag sem notar Keflavíkurflugvöll sem tengipunkt milli Evrópu og Bandaríkjanna. Reynsla undanfarinna ára sýnir að fleiri en Icelandair geta byggt upp slíka starfsemi á undraskömmum tíma – með talsvert minni tilkostnaði.“

 Segja Icelandair vera forsendu fyrir viðspyrnu í efnhagslífinu

Sex stjórnendur í ferðaþjónustugeiranum birta grein á Vísir.is í dag þar sem þeir lýsa yfir eindregnum stuðningi við endurreisn Icelandair. Þetta eru Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor; Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða; Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela; Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Radisson Blu Hótels Sögu; Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar; og Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Hey Iceland.

Sexmenningarnir segja að Icelandair sé forsenda kröftugrar viðspyrnu í efnahagslífinu eftir að kórónuveirukreppunni linni:

„Íslendingar hafa alla burði til að byggja upp á ný framsækna og eftirsótta ferðaþjónustu – sú vísa er aldrei of oft kveðin. Það veltur þó að miklum hluta á hvernig spilast úr málefnum Icelandair. Icelandair er forsenda þess að innlend ferðaþjónusta og tengigeta Keflavíkurflugvallar taki hratt við sér þegar birtir upp um síðir. Ella gæti niðursveiflan orðið dýpri og langvinnari. Augljóst er að greiðar alþjóðlegar flugsamgöngur flýta efnahagslegri viðspyrnu.“

Greinarhöfundar telja að mikil tækifæri bíði Íslands í lok kreppunnar:

„Í kjölfar gríðarlegs áfalls vegna afleiðinga af völdum heimsfaraldursins er gott að minna á að ástandið er tímabundið. Ísland hefur allt til að bera til að vera eftirsóttur áfangastaður. Innviðirnir eru sannarlega til staðar til að bregðast hratt við um leið og ferðatakmarkanir í heiminum verða rýmkaðar og fólk fer að ferðast á ný.“

Greinarhöfundar segja að flugsamgöngur skipti sköpum fyrir eyríki á borð við Ísland og Icelandair hafi gegnt lykilhlutverki í vexti ferðaþjónustunnar undanfarin ár:

„Þróun ferðaþjónustunnar undanfarin ár er nátengd aukinni flugtíðni og vexti í víðtæku leiðarkerfi Icelandair í gegnum tíðina. Í fyrra flutti fyrirtækið tæplega 1 milljón erlendra gesta til landsins, 25% fleiri en árið áður. Það eru ríflega 2.500 erlendir ferðamenn á dag, alla daga ársins. Félagið flaug til um 30 landa og 51 áfangastaðar og flutti um 2 milljónir farþega (1 milljón ferðamanna) milli Norður Ameríku og Evrópu. Sú starfsemi gefur fyrirtækinu færi á að starfrækja mun stærra leiðarkerfi fyrir lítinn heimamarkað. Í fyrra fóru um 320 þúsund Íslendinga til útlanda með félaginu.

Á árinu 2019 var bein hlutdeild ferðaþjónustu í landsframleiðslu (VLF) um 8%, á sama tíma var vægi Icelandair Group um 3% af VLF eða um 88 milljarðar króna. Langstærsti hluti þeirrar verðmætasköpunar eru laun og launatengd gjöld sem renna í vasa launþega, ríkis og sveitarfélaga. Á árinu 2019 voru rösklega 4.700 starfsmenn í fullu starfi hjá félaginu. Ef ýmis konar þjónustustarfsemi við flugrekstur er bætt við hækkar framlagið í 4,1% af VLF. Hér er um mikil verðmæti að tefla.“

Sjá greinina í heild á Vísir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Skuldlausir Skagamenn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir um einelti og andlegt ofbeldi í Krýsuvík – „Manni leið eins og skít og hann fór létt með að brjóta mig niður“

Ásakanir um einelti og andlegt ofbeldi í Krýsuvík – „Manni leið eins og skít og hann fór létt með að brjóta mig niður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón vill nýja nálgun á COVID – „Það er ekki hægt að slökkva á samfélagi“

Jón vill nýja nálgun á COVID – „Það er ekki hægt að slökkva á samfélagi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan varar við „mjög alvarlegu“ vandamáli – „Stöndum saman í að vernda börnin okkar“

Lögreglan varar við „mjög alvarlegu“ vandamáli – „Stöndum saman í að vernda börnin okkar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Marek ákærður fyrir þrjú morð, tíu morðtilraunir – Fórnarlömbin rétt orðin tvítug

Marek ákærður fyrir þrjú morð, tíu morðtilraunir – Fórnarlömbin rétt orðin tvítug
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eimskip borið þungum sökum – Tengd við „hættulegasta vinnustað heims“

Eimskip borið þungum sökum – Tengd við „hættulegasta vinnustað heims“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi á Íslandi

Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi á Íslandi