fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Facebook bannar Stígamótum að kosta fræðsluefni um kynferðisofbeldi

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 14. september 2020 10:13

Stígamót hafa haldið úti ýmsum fræðsluherferðum. Hér er skáskot úr einni þeirra þar sem fjallað er um samþykki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlar á borð vði Facebook og Google útiloka fræðslumyndbönd frá Stígamótum sem fjalla um kynlíf og kynferðisofbeldi þar sem þau eru flokkuð sem „kynferðislega örvandi“ og megi því ekki fara í kostaða dreifingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stígamótum sem biðla til fólks um að dreifa fræðsluefni samtakanna á samfélagsmiðlum þannig að sem flest ungmenni sjái þau.

 

Tilkynniningin í heild sinni:

 

Hefur klámiðnaðnum tekist að úthýsa fræðslu um kynlíf?

 

Við á Stígamótum erum áhyggjufull og hugsi yfir þeirri stöðu að við getum ekki lengur frætt börnin okkar sem þurfa og eiga rétt á fræðslu um kynlíf og kynferðisofbeldi á opinskáan hátt þar sem tilraunir samfélagsmiðla til þess að útiloka klámefni útilokar um leið fræðsluefni.

 

Sjúkást herferð Stígamóta hefur ítrekað reynt að fá birt myndbönd sem unnin voru fyrir átakið á stóru samfélagsmiðlunum en án árangurs. Að sögn Facebook og Google eru myndböndin kynferðislega örvandi og mega því ekki fara í kostaða dreifingu. Myndböndin hafa þann tilgang að ná til ungmenna og aðstandenda þeirra og opna á samtal og umræðu um muninn á kynlífi og kynferðisofbeldi og hvernig klám getur ruglað í mörkunum þar á milli. En samfélagsmiðlarisarnir sjá ekki muninn á fræðslu og klámi þrátt fyrir að okkar sérfræðingar hafi rætt símleiðis við þeirra fulltrúa. 

 

Fræðsla er eitt af fáum vopnum sem við höfum í baráttunni við kynferðisofbeldi.  Það er ekki boðleg staða að það sé auðveldara fyrir börnin okkar að komast yfir klám heldur en fræðslu. Því sendum við ákall til ykkar allra að hjálpa okkur að dreifa myndböndunum óritskoðuðum næstu vikuna á ykkar samfélagsmiðla þannig að sem flest ungmenni sjái þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“