fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Landsbankinn varar við ástarsvikum – Segir fólk falla í gildruna eftir sambandsslit eða fráfall maka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. september 2020 17:21

Hinar gömlu höfuðstöðvar Landsbankans

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í ástarsvikum stofna svikarar til falsks ástarsambands á netinu í þeim tilgangi að hafa fé af fórnarlömbunum. Þeir þykjast t.d. vera ungar konur í vanda eða særðir hermenn til að fá fólk til að bíta á agnið,“ segir í nýrri tilkynningu á vef Landsbankans þar sem varað er við ástarsvikum.

Segir í greininni að tilvikin hér á landi séu 48 frá árinu 2017 en þeim hafi töluvert fjölgað undanfarið. Þá segir að tæplega 60% þolenda þessara glæpa séu karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri en konum í þolendahópnum hafi farið fjölgandi undanfarið.

Landsbankinn segir að svikahrapparnir geti verið mjög sannfærandi en þeir leita að fórnarlömbum á samfélagsmiðlum og stefnumótasíðum eða -öppum:

„Það er ekki tilviljun að svikararnir leita fórnarlamba á samfélagsmiðlum, stefnumótasíðum og -öppum. Ástæður þess að fórnarlömb falla í gildruna geta verið ótal margar, til að mynda tilfinningalegt uppnám og sorg eftir sambandsslit eða fráfall maka. Lýsingar svikaranna geta verið afskaplega sannfærandi, þar sem innri og ytri aðstæðum eru gerð ítarleg skil í nákvæmum frásögnum, jafnvel með réttum staðháttalýsingum og vel útfærðu myndefni sem er stolið héðan og þaðan af netinu. Þegar nýja ástin ytra byrjar svo af mikilli einlægni að lýsa sárri reynslu í sínum einka- og heimahögum, eru fyrstu viðbrögð fórnarlambsins gjarnan þau að rétta fram hjálparhönd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu