fbpx
Miðvikudagur 23.september 2020
Fréttir

Brynjúlfur auglýsir sig sem „ófaglærðan sálfræðing“ – Sjáðu hvað tíminn kostar hjá honum – Ofskynjunarsveppir, töfralækningar og sveðjur

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 10. september 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjúlfur Jóhannson auglýstir nú þjónustu sína sem „ófaglærður sálfræðingur“ á samfélagsmiðlinum Facebook en Mannlíf vakti athygli á auglýsingunni í dag. Í samtali við DV segir Brynjúlfur að það sé kostur að vera ekki menntaður í faginu.

„Ég er stoltur sem ófaglærður sálfræðingur.  Tíminn hjá mér er á 8.000 kr. Ef upplifunin er ekki þér í hag, þá borgar þú ekki, svo einfalt er það,“ sagði Brynjúlfur meðal annars í auglýsingunni. Hann hefur áður vakið athygli DV, til að mynda þegar hann var kærður fyrir að koma með 5 sveðjur í farangri sínum frá Gvatemala.

Þá vakti það meðal annars athygli fyrir að mætta með sveppi og kannabisefni fyrir utan Alþingi. Brynjúlfur, sem titlaði sig þá sem töfralækni, taldi að ofskynjunarsveppir gætu hjálpað fólki við að læknast af hinum ýmsum kvillum. Á sínum tíma lýsti Brynjúlfur atvikinu við Alþingi svo: „Þar mun ég vera með þessar tvær krukkur. Í annarri er kannabis, sveppir í hinni. Athöfnin er ætluð til þess að frelsa okkur frá ofbeldi bannstefnunar. Ég gefst ekki upp, ég er hér til þess að upplýsa ofbeldið og hjálpa til.“

„Ég tók sveppina inn í virðingu“

„Ég hef lært hægt og rólega með því að vinna í sjálfum mér og minni vanlíðan,“ segir Brynjúlfur í samtali við DV en hann var áður í mikilli óreglu. Hann hefur farið í samtals 8 meðferðir. „Ég lenti á sjúkrahúsum vegna ofneyslu en mín lokameðferð var árið 2011. Í raun og veru var engin leið sem hentaði mér því ég upplifði það hvað meðferðarstarf á Íslandi er innrammað og þau hafa í raun og veru ekki virðingarverða nálgun til manneskjunnar,“ segir Brynjúlfur

„Þetta var eitthvað sem hentaði mér ekki,“ segir Brynjúlfur um meðferðirnar en þá ákvað hann einmitt að notast við íslenska ofskynjunarsveppi. „Ég hafði tekið það inn af óvirðingu áður í minni óreglu og það aðstoðaði mig ekkert. En um leið og ég tók sveppina inn í virðingu þá losnaði ég við þennan alkahólisma og hef ég verið laus við hann núna í 8 ár.“

„Ég er enn að læra“

Brynjúlfur segir að eftir þetta hafi orðið einhvers konar „upprisa“ innan með honum. „Það má örugglega orða það sem einhvers konar maníu. Maníuna horfði ég á með virðingu og vildi ekki nota hana til að sleppa undan minni vanlíðan og tók alla mína vanlíðan með inn í upprisuna. Ég hef nálgast mín vandamál með virðingu og þannig hef ég náð að leysa úr þeim. Það sem ég hef lært er að heyra í sjálfum mér og vera algjörlega tilbúinn að vera til staðar fyrir mig. Þannig hef ég menntað mig sjálfur.“

Eftir að hafa náð að hjálpa sjálfum sér telur Brynjúlfur að nú sé hann komin með nógu góða reynslu til þess að hjálpa öðrum með þeirra vandamál. „Ég er alveg viss um það að ég geti aðstoðað með mína reynslu en auðvitað er þetta misjafnt, ég henta ekki öllum einstaklingum. Ég henta kannski einstaklingum sem hafa notast við hugbreytandi efni. Ég hef reynslu á því að vera háður svo ég gæti aðstoðað einstaklinga sem eru háðir,“ segir Brynjúlfur en tekur þó fram að hann sé ekki alveg viss um hvernig hann geti aðstoðað aðra. „Ég í raun og veru veit ekki nákvæmlega hvað ég get aðstoðað einstaklinga við því ég er enn að læra,“ segir hann.

„Ég er rosalega ánægður með að vera ófaglærður“

Sálfræðingur er lögverndað starfsheiti og því má í raun ekki kalla sig það nema búið sé að fá leyfi fyrir því. Brynjúlfur vill þó meina að hann megi kalla sig ófaglærðan sálfræðing. „Starfsheitið má vera ófaglærður sálfræðingur, það er ekki lögverndað,“ segir hann og bætir við því að hann lýti á það sem kost að vera ekki menntaður sem sálfræðingur. „Ég er rosalega ánægður með að vera ófaglærður vegna þess að þá er ég óhefðbundinn. Mér finnst það að vera ófaglærður vera kostur ef eitthvað er vegna þess að þá er ég ekki bundinn í annarra manna hugmyndir.“

„Við fylgjumst með“

Tryggvi Guðjón Ingason, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir að samkvæmt lögum þá megi ekki kalla sig sálfræðing að neinu leyti ef maður er ekki með ákveðið próf sem landlæknir hefur staðfest. „Við höfum skilið lögin þannig,“ segir Tryggvi. Þá segir hann að mikilvægt sé að upplýsa fólk um svona mál og að Sálfræðingafélagið muni láta landlækni vita af þessu. „Við fylgjumst með,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

57 smit í gær – 2400 manns í sóttkví

57 smit í gær – 2400 manns í sóttkví
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Telur að Gunnar fái í mesta lagi sex ára fangelsi

Telur að Gunnar fái í mesta lagi sex ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“
Fréttir
Í gær

Steinunn Ólína hvetur til borgaralegar óhlýðni – Varar fólk við því að gerast leynilöggur

Steinunn Ólína hvetur til borgaralegar óhlýðni – Varar fólk við því að gerast leynilöggur
Fréttir
Í gær

Fangelsisrefsing liggi við fölsun og dreifingu nektarmynda

Fangelsisrefsing liggi við fölsun og dreifingu nektarmynda
Fréttir
Í gær

100 manna glæpagengi umsvifamikið í afbrotum – Vanmáttug lögregla

100 manna glæpagengi umsvifamikið í afbrotum – Vanmáttug lögregla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkislögreglustjóri auglýsir eftir egypsku fjölskyldunni

Ríkislögreglustjóri auglýsir eftir egypsku fjölskyldunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómur hafnar kröfu írakskrar fjölskyldu – Óttuðust „valdamikinn hershöfðingja“ vegna ljósmynda úr svallpartíi

Héraðsdómur hafnar kröfu írakskrar fjölskyldu – Óttuðust „valdamikinn hershöfðingja“ vegna ljósmynda úr svallpartíi