fbpx
Mánudagur 28.september 2020
FréttirMatur

Sykurlaus guðdómleg gulrótarkaka – Geggjuð gleði

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 1. september 2020 20:31

Kakan góða. Mynd: Una Guðmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmunds matarbloggari á unabakstur.is er í hollustuham þessa dagana og við erum að elska það! Þessi holla gulrótakaka kemur skemmtilega á óvart – og þú þarft ekki að fá neitt samviskubit yfir því að dúndra í þig þessu gúmmelaði. Hún er án viðbætts sykurs og er virkilega góð. Sætan er því komin úr döðlunum og er því algjörlega náttúruleg.


Gulrótarkaka
Þessi kaka er rosalega góð og ekki skemmir fyrir að hún er holl eða það er að segja ekki stút full af sykri. Tilvalið að skella í þessa með nýju íslensk gulrótunum sem eru að koma upp þessa dagana og njóta með góðri samvisku.

 

Innihald :

2 dl Valhnetur
1 dl kasjúhnetur
2 dl gulrætur
1 dl kókosmjöl
8-10 stk döðlur
1 tsk engiferduft
2 tsk sítrónusafi
1 tsk salt
1 tsk kanill
1 peli rjómi
4 msk rjómaostur, við stofuhita
3 msk kókosmjólk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja hneturnar og kókosmjölið í matvinnsuvél og blandið saman.
  2. Takið gulræturnar og rífið þær niður með rifjárni og setjið í matvinnsluvélina ásamt döðlunum, ef döðlurnar eru frekar þurrar er gott að bleyta þær aðeins í vatni áður en þær fara í matvinnsluvélina.
  3. Því næst er kanil, salti, engiferdufti og sítrónusafa bætt saman við.
  4. Takið bökunarform, setjið bökunarpappír ofan í það og setjið blönduna ofan á, blandan á að vera svolítið blaut í sér, þrýstið henni vel ofan í formið.
  5. Þeytið 1 pela rjóma nokkuð vel og bætið rjómaostinum og kókosmjólkinni varlega saman við, ég nota kókosmjólk úr dós og reyni að nota sem minnstan vökva, best að nota þykkasta part kókosmjólkarinnar.
  6. Leggið kremið yfir kökuna og setjið í frysti í um 4-5 klst áður en hún er borin fram.
  7. Skerið í fallega bita og skreytið með valhnetum eða gulrótum.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Kókosbollur Birtu – Auðveldur og skemmtilegur eftirréttur

Kókosbollur Birtu – Auðveldur og skemmtilegur eftirréttur
Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta borðar Birta Abiba á venjulegum degi

Þetta borðar Birta Abiba á venjulegum degi
Matur
Fyrir 4 vikum

Þetta borðar einn helsti ketó-sérfræðingur Íslands á venjulegum degi

Þetta borðar einn helsti ketó-sérfræðingur Íslands á venjulegum degi
Matur
26.08.2020

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði
Matur
16.08.2020

Vigdís Hauks breytti um lífsstíl og kílóin fuku burt

Vigdís Hauks breytti um lífsstíl og kílóin fuku burt
Matur
16.08.2020

Trylltur kjúklingur með rjómaosti, döðlum og sólþurrkuðum tómötum

Trylltur kjúklingur með rjómaosti, döðlum og sólþurrkuðum tómötum
Matur
09.08.2020

Djúsí djöflaterta með kaffikremi og granateplum

Djúsí djöflaterta með kaffikremi og granateplum
Matur
08.08.2020

Jóhannes Gleðipinni elskar ítalska heimilisréttinn Saltimbocca – Eins og bjúgu og uppstúfur á Íslandi

Jóhannes Gleðipinni elskar ítalska heimilisréttinn Saltimbocca – Eins og bjúgu og uppstúfur á Íslandi