fbpx
Föstudagur 25.september 2020
Fréttir

Líklegt að samkomutakmarkanir verði hertar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 14:19

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveirufaraldurinn virðist vera í vexti hér á landi og er til skoðunar að herða samkomutakmarkanir vegna aukningar tilfella af COVID-19 smitum undanfarið. Verða auknar takmarkanir þó ekki ákveðnar fyrr en um eða eftir helgi. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Sagði Þórólfur líklegt að hertar takmarkanir myndu standa skemur yfir núna en var í fyrri bylgju faraldursins.

Sautján ný innanlandssmit greindust í gær sem er mesti fjöldinn á einum degi í þessari seinni bylgju faraldursins og mestur fjöldi greindra smita á einum degi frá 9. apríl síðastliðnum. Sjö af þessum 17 voru í sóttkví.

Einn er í öndunarvél á gjörgæslu með sjúkdóminn og nokkrir eru til athugunar á COVID-göngudeildinni. Sagði Þórólfur að vonir um að veiran væri veikari en í síðustu bylgju væru ekki á rökum reistar.

Sex þeirra sem greinst hafa nýverið voru í Vestmannaeyrjum um verslunarmannahelgina og sagði Þórólfur að þetta sýni áhættuna af því að fólk safnist saman.

Um 1.900 farþegar voru skimaðir á landamærum í gær, af 3.500 farþegum sem komu til landsins. Þrjú virk smit fundust og fóru þeir aðilar í einangrun. Einn er í bið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eimskip borið þungum sökum – Tengd við „hættulegasta vinnustað heims“

Eimskip borið þungum sökum – Tengd við „hættulegasta vinnustað heims“
Fréttir
Í gær

Úti er hjólhýsa-ævintýri – 50 ára hjólhýsabyggð lokað

Úti er hjólhýsa-ævintýri – 50 ára hjólhýsabyggð lokað
Fréttir
Í gær

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun
Fréttir
Í gær

Helgi undrast áhugaleysi lögreglu eftir innbrot og stórþjófnað – Grunar þjófaflokk um að láta barn skríða inn um gluggaboru

Helgi undrast áhugaleysi lögreglu eftir innbrot og stórþjófnað – Grunar þjófaflokk um að láta barn skríða inn um gluggaboru
Fréttir
Í gær

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði
Fréttir
Í gær

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál
Fréttir
Í gær

Atvinnuglæpamenn að verki í vespumáli 13 ára drengs – Hjólahvíslarinn skarst í leikinn

Atvinnuglæpamenn að verki í vespumáli 13 ára drengs – Hjólahvíslarinn skarst í leikinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn segir að erfiðleikar hafi verið í samskiptum við Jóhann – Sorgleg vinslit og óumflýjanlegur árekstur

Kristinn segir að erfiðleikar hafi verið í samskiptum við Jóhann – Sorgleg vinslit og óumflýjanlegur árekstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafn mannsins sem fannst látinn í Breiðholti

Nafn mannsins sem fannst látinn í Breiðholti