fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Fréttir

Opnaði bílinn og beindi hnífi að bílstjóranum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. ágúst 2020 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Par varð fyrir árás í Vesturbænum í gærkvöld þegar bíll þeirra var stopp á rauðu ljósi á Hringbrautinni. Maður opnaði bílstjóradyrnar og beindi hnífi að hálsi karlmannsins sem sat undir stýri. Skipaði hann honum að fara út úr bílnum. Bílstjóranum tókst ins vegar að verjast árásarmanninum og ýta honum frá bílnum. Hann læsti síðan bílnum og ók af stað. Parið hafði samband við lögreglu sem kom á vettvang.

Konan sem var í bílnum lýsti atvikinu í íbúahópi Vesturbæinga á Facebook en einnig er greint frá því í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að maður á þrítugsaldri hafi verið handtekinn í vesturborginni eftir að hann hafði gert þrjár ránstilraunir vopnaður hnífi. „Maðurinn veitti handtökunni ekki mótspyrnu og hlýddi skipunum lögreglu. Engum varð líkamlegt mein af brotahrinu mannsins né handtöku lögreglu. Maðurinn var vistaður í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins,“ segir í dagbókinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Íslenskur sálfræðingur harðlega gagnrýndur fyrir greinaskrif á Vísi – „Níð gagnvart trans fólki og jaðrar við hatursorðræðu“

Íslenskur sálfræðingur harðlega gagnrýndur fyrir greinaskrif á Vísi – „Níð gagnvart trans fólki og jaðrar við hatursorðræðu“
Fréttir
Í gær

45.000 erlendir ferðamenn komu til landsins í júlí

45.000 erlendir ferðamenn komu til landsins í júlí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víðir segir engan fót fyrir orðrómi um að virkt smit hafi verið rakið til vændiskonu

Víðir segir engan fót fyrir orðrómi um að virkt smit hafi verið rakið til vændiskonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli arnarstuldsins fyrir austan

Vendingar í máli arnarstuldsins fyrir austan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin innanlandssmit í gær – Þrjú við landamærin

Engin innanlandssmit í gær – Þrjú við landamærin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

46 grunnskólakennarar í nánu samneyti á golfmóti – „Reyndum eins og við gátum að halda 2ja metra reglunni“

46 grunnskólakennarar í nánu samneyti á golfmóti – „Reyndum eins og við gátum að halda 2ja metra reglunni“