fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fréttir

Forsætisráðherra Danmerkur: „Áhyggjuefni hve margir smitaðra eru ekki af vestrænum uppruna“

Heimir Hannesson
Laugardaginn 15. ágúst 2020 17:45

mynd/guardian

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar við horfum blákalt á fjölda smita, þá eru einfaldlega of mörg tilfelli smita meðal fólks sem ekki er af vestrænum uppruna.“ Þetta sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur á blaðamannafundi um ástand kórónuveirufaraldursins í Danmörku í dag. „Ég átta mig á því að víða í samfélaginu er spurt hvort umræða af þessum toga eigi rétt á sér, og hvort að það sé sanngjarnt að tefla þessum staðreyndum fram svona. Svar mitt við þeim spurningum er já,“ sagði forsætisráðherrann.

Frederiksen sendi á fundinum skýr skilaboð til innflytjendasamfélagsins að ábyrgðin liggi hjá þeim sem öðrum að fylgja reglum dansks samfélags um sóttvarnir. „Allir þurfa að taka ábyrgð á því að hlusta á og fylgja því hvað yfirvöld í Danmörku segja.“ Mette sagði jafnframt að upplýsingarnar væru til staðar og hefðu verið í marga mánuði. Enginn innan Danmerkur á að vera í vafa um hvernig eigi að haga sér í Covid-19 faraldrinum.

DR sagði frá.

Í frétt DR er jafnframt sagt frá því að hlutfallslega fleiri smit hefðu verið að mælast meðal innflytjendahópa síðan í vor. Nýlegar rannsóknir hafa svo bent á að hópsmit kórónaveirunnar í Árósum megi rekja beint til sómalískra og líbanskra samfélaga í Árósum og Silkeborg og hefur umræðan sem Mette Frederiksen stiklaði á í sínu máli vaxið umtalsvert síðan þá.

Hópsmit rakið til jarðarfarar

Forsætisráðherrann er raunar ekki fyrsti stjórnmálamaðurinn til að benda á þessa staðreynd, en Jacob Bundsgaard, borgarstjóri Árósa, benti nýverið á þá staðreynd að smit væru algeng meðal Sómala í borginni. Hlaut hann talsverða gagnrýni fyrir framsetningu sína á staðreyndunum.

Danir hafa undanfarna daga staðið í svipaðri umræðu og hér heima á Íslandi um hvort og hvernig eigi að opna landið að fullu að nýju. Eitt atriði sem rætt er um nú er að takmarka samkomur við 200 utandyra. Þetta kemur í kjölfar þess að hópsmit var rakið til jarðarfarar sómalísks manns þar sem 500 gestir mættu, margir þeirra voru Sómalar. Til stóð að hækka leyfðan fjölda í 500, en því var slegið á frest í ljósi hópsmitanna. Enn fremur verður ráðgerðri opnun skemmtistaða seinkað.

Hluti pólitískrar sáttar um hvernig haga skuli framhaldinu í tengslum við viðbrögð hins opinbera vegna Covid 19, er einmitt að beini meiri athygli að smitum í vissum samfélagshópum, að sögn DR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Farþegi í Krítar-fluginu kemur Flensborgarkrökkunum til varnar – „Fólk er alltaf að gera sig að fórnarlömbum“

Farþegi í Krítar-fluginu kemur Flensborgarkrökkunum til varnar – „Fólk er alltaf að gera sig að fórnarlömbum“
Fréttir
Í gær

Ekið á hjólreiðamann

Ekið á hjólreiðamann
Fréttir
Í gær

Fleiri farþegar í hryllingsfluginu frá Krít stíga fram – Hóstandi útskriftarnemendur fóru fárveikir um borð – „Ég fékk bara innilokunarkennd og langaði að öskra“

Fleiri farþegar í hryllingsfluginu frá Krít stíga fram – Hóstandi útskriftarnemendur fóru fárveikir um borð – „Ég fékk bara innilokunarkennd og langaði að öskra“
Fréttir
Í gær

Flokksgæðingar raða sér í stjórnir ríkisfyrirtækja – Sjáðu hverjir eru hvar

Flokksgæðingar raða sér í stjórnir ríkisfyrirtækja – Sjáðu hverjir eru hvar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Að minnsta kosti 30 með Covid eftir útskriftarferð Flensborgar til Krítar – Gera ráð fyrir fjölgun smita – „Þetta var mikið fjör, helvíti mikið líf“

Að minnsta kosti 30 með Covid eftir útskriftarferð Flensborgar til Krítar – Gera ráð fyrir fjölgun smita – „Þetta var mikið fjör, helvíti mikið líf“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

200 manna samkomutakmarkanir og skemmtistaðir loka fyrr

200 manna samkomutakmarkanir og skemmtistaðir loka fyrr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Örlagafundurinn dregst á langinn – Spáð 200 manna samkomutakmörkunum

Örlagafundurinn dregst á langinn – Spáð 200 manna samkomutakmörkunum