fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Fréttir

Þýskur ferðamaður endurheimti stolið mótorhjól á síðustu stundu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 10. ágúst 2020 13:32

Hjólið komið í gáminn. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mótorhjóli af gerðinni KTM 620 LC4 var stolið úr bílakjallara Hótels Kletts í síðustu viku. Er gripurinn í eigu þýsks ferðamanns.  Átak fór í gang til að endurheimta hjólið á vegum meðlima Facebook-hópsins „Hjóladót, tapað, fundið eða stolið“ þar sem fremstur í flokki fer Bjartmar Leósson, en hann hefur fengið viðurnefnið hjólahvíslarinn vegna ötuls sjálfboðaliðastarfs við að endurheimta stolin hjól og önnur verðmæti.

Deilingarnar urðu alls 1.900 á þremur dögum. Hvort sem þær leiddu lögreglu á sporið eða ekki tókst að leysa málið, lögregla hafði uppi á hjólinu og kom því í hendur þýska ferðamannsins. „Ég leyfi mér að trúa því að Facebook-deilingarnar hafi sett smá skjálfta í þjófana,“ segir Bjartmar í stuttu spjalli við DV.

Farið með hjólið í gáminn. Aðsend mynd.

Að sögn Bjartmars lagði lögreglan mikla vinnu í að finna hjól Þjóðverjans og sagði hann lögreglu eiga hrós skilið fyrir framgöngu sína í málinu.

Það mátti ekki tæpara standa. Þjóðverjinn fór af landi brott í morgun en hjólið fannst í gær. Meðfylgjandi myndir sýna er hólinu var skilað í flutningagám hjá Samskipum.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ísland tekur á móti flóttafólki sem bjó í Moria-búðunum sem brunnu

Ísland tekur á móti flóttafólki sem bjó í Moria-búðunum sem brunnu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Smáhúsin flutt í Gufunes – Heimilislausir fá heimili

Smáhúsin flutt í Gufunes – Heimilislausir fá heimili
Fréttir
Í gær

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju
Fréttir
Í gær

Segir Ísland stefna í „útópíu sýklahrædda einfarans“

Segir Ísland stefna í „útópíu sýklahrædda einfarans“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krár og skemmtistaðir opna aftur

Krár og skemmtistaðir opna aftur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Íslendingar á gjörgæslu á Gran Canaria

Tveir Íslendingar á gjörgæslu á Gran Canaria
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar og Sverrir í sorpið

Gunnar og Sverrir í sorpið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs

Ólga á samfélagsmiðlum vegna „karlrembukasts“ Ragnars Þórs