fbpx
Föstudagur 25.september 2020
Fréttir

Sakar leigusala um að henda eigum sínum út úr íbúð á Njálsgötu – „Mér hefur aldrei verið ógnað eins mikið“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 10. ágúst 2020 07:00

Myndin sem að James deildi af vettvangi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Frager sakar leigusala á Njálsgötu um að hafa hent öllum húsgögnum sínum og öðru dóti út úr íbúð þar sem hann og unnusta hans, Sigrún, hafa búið um nokkurt skeið. Frá þessu greinir hann í Facebook-hópnum Gefins, allt gefins. Hann birti mynd af ástandinu fyrir utan íbúðina sem sýnir gríðarlegt magn af húsgögnum og hlutum. Hann býður fólki að taka húsgögnin endurgjaldslaust.

„Íbúðin er í eigu (fyrrverandi), öskrandi, skóflusveiflandi, glæpaleigusalans okkar. Hann er fyrst og fremst að stunda ólöglegan úburð. Fullt af húsgögnum, eldhúsdót, lítill frystir og allskonar dót. Ég var byrjaður að skoða þetta aðeins, en ég hreinlega höndlaði þetta ekki andlega í meira en nokkrar mínútur. Við getum hvergi tekið þetta, svo það minnsta sem við getum gert er að gefa þetta til nýrra heimila.“

Segir hann hafa mætt ásamt nokkrum mönnum og brotið upp hurðina

Blaðamaður DV hafði samband við James, sem segir að hann og Sigrún hafi húsaskjól í nokkrar nætur og að þau séu meðvituð um réttindi sín. Hann segir að leigusalinn hafi brotist inn í íbúðina á laugardag ásamt nokkrum mönnum, þá hafi þeir brotið upp hurðina að íbúðinni og stolið Internet- routernum þeirra. Hann segir að þá hafi unnusta hans verið ein heima.

„Í stað þess að fá löglegan útburð braust hann inn, með skóflu og kraftakarl með sér. Í gærmorgun mætti hann ásamt nokkrum mönnum, stal Internet- routernum okkar og tók hurðina af íbúðinni. Við vitum að þetta er mjög ólöglegt,“

„Hún var þarna ein þegar hann braust inn með mönnunum.“

James segir að leigusalinn hafi komið aftur laugardagskvöldið til þess að sjá til þess að þau væru á förum. James hafi þá komið þangað aftur í dag, sunnudag, ásamt börnum Sigrúnar sem eru á táningsaldri, en þá hafi verið búið að skipta um lás á íbúðinni.

Þau hafi þrátt fyrir það komist inn, þökk sé nágranna, en heyrt að leigusalinn væri inni í íbúðinni að öskra. Hann hafi því ákveðið að fara barna Sigrúnar vegna. Svo hafi hann komið aftur og þá hafi dótið verið út um allt fyrir utan íbúðina.

Erfið leigumál

James viðurkennir að þau hafi verið sein að borga leigu, en það hafi fyrst og fremst verið vegna þess að leigusalinn hafi ekki verið búinn að redda húsaleigusamningi og þar af leiðandi hafi þau ekki fengið húsaleigubætur.

Þau hafi verið tveimur mánuðum of sein að borga, en einu sinni hafi þau borgað tvöfalt, þannig í raun einungis verið nokkrum dögum of sein.

„Mér hefur aldrei verið ógnað eins mikið“

Hann vill meina að saga leigusalans sé þakin ofbeldisatvikum. Hann segist hafa verið ansi hræddur við leigusalann. Þau ætla að flytja úr Reykjavík, þeim finnist þau ekki vera örugg.

„Við ætlum að flytja úr Reykjavík. Okkur finnst við ekki vera örugg lengur. Ég bjó á stað í Ameríku þar sem að maður heyrði byssuhvelli á næstum því hverri nóttu, en samt hefur mér aldrei verið ógnað eins mikið og af þessum manni.“

„Ísland er ekki alveg paradísin sem margir halda að það sé.“

Hér að neðan má sjá fleiri myndir af vettvangi:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eimskip borið þungum sökum – Tengd við „hættulegasta vinnustað heims“

Eimskip borið þungum sökum – Tengd við „hættulegasta vinnustað heims“
Fréttir
Í gær

Úti er hjólhýsa-ævintýri – 50 ára hjólhýsabyggð lokað

Úti er hjólhýsa-ævintýri – 50 ára hjólhýsabyggð lokað
Fréttir
Í gær

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun
Fréttir
Í gær

Helgi undrast áhugaleysi lögreglu eftir innbrot og stórþjófnað – Grunar þjófaflokk um að láta barn skríða inn um gluggaboru

Helgi undrast áhugaleysi lögreglu eftir innbrot og stórþjófnað – Grunar þjófaflokk um að láta barn skríða inn um gluggaboru
Fréttir
Í gær

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði
Fréttir
Í gær

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál
Fréttir
Í gær

Atvinnuglæpamenn að verki í vespumáli 13 ára drengs – Hjólahvíslarinn skarst í leikinn

Atvinnuglæpamenn að verki í vespumáli 13 ára drengs – Hjólahvíslarinn skarst í leikinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn segir að erfiðleikar hafi verið í samskiptum við Jóhann – Sorgleg vinslit og óumflýjanlegur árekstur

Kristinn segir að erfiðleikar hafi verið í samskiptum við Jóhann – Sorgleg vinslit og óumflýjanlegur árekstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafn mannsins sem fannst látinn í Breiðholti

Nafn mannsins sem fannst látinn í Breiðholti