fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Ekkert smámál að fórna ferðaþjónustunni – Jóhannes segir epli og appelsínur borin saman í umræðunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 10. ágúst 2020 12:09

Jóhannes Þór Skúlason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held það væri ágætt að fólk hefði það í huga í umræðunni þessa dagana að þegar talað er um að fórna „ferðaþjónustunni“ þá er ekki verið að tala um að nokkur fyrirtæki og eigendur þeirra taki á sig smá skell. Ferðaþjónustan er fyrirvinna milli a.m.k. tíu og tuttugu þúsund heimila. Um 25 þúsund manns hafa atvinnu í greininni beint og þúsundir í viðbót óbeint. Virðiskeðja greinarinnar snertir fleiri þætti samfélagsins en aðrar atvinnugreinar svo að óbeinu áhrifin af miklum vanda hennar eru mjög víðtæk,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í nýjum pistli, þar sem hann gagnrýni umræðu þess efnis að það þjóni heildarhagsmunum að loka landinu fyrir ferðamönnum um skeið (eða herða mjög aðgang þeirra með sóttkvíarhömlum). 

Ennfremur gagnrýnir Jóhannes samanburð á Nýja-Sjálandi og Íslandi, en Nýsjálendingar hafa hert mjög aðgang að landinu í kjöflar annarrar bylgju COVID-19 þar í landi. Jóhannes bendir á að ferðaþjónusta sé miklu mikilvægari atvinnugrein á Íslandi en á Nýja-Sjálandi:

„Vilji fólk bera Ísland og Nýja Sjáland saman hvað þetta varðar er grunnþekking nauðsynleg. Erlendir ferðamenn færa Íslandi nærri 40% af heildargjaldeyristekjum þjóðarinnar, en í Nýja Sjálandi aðeins um 17%. Nýsjálensk ferðaþjónusta er byggð upp að 60% af Nýsjálendingum sjálfum í innanlandsferðalögum. Aðeins um 40% eru erlendir ferðamenn. Þar af eru rúmlega 40% Ástralir (og stefnt er að því að opna fyrir ferðalög frá Ástralíu á undan öðrum ríkjum).

Nýsjálendingar eiga því allt aðra og miklu betri möguleika bæði á að halda fyrirtækjum i ferðaþjónustu á lífi og til að kveikja hraðar upp aftur með stórum innanlandsmarkaði og opnun fyrir Ástrali. Það geta Íslendingar einfaldlega ekki.

Hér er því á allan hátt afar ólíku saman að jafna. Epli og appelsínur.“

Pistil Jóhannesar og umræður um hann má lesa með því að smella á hér að neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“