fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Fréttir

Útför Finns og Jóhönnu í dag

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 08:32

mynd/facebook.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir og Finnur Einarsson verða borin til grafar í dag, fimmtudag 9. júlí.

Útförin fer fram í Lindakirkju í Kópavogi kl 13:00.

Finnur og Jóhanna létust í mótorhjólaslysi á Vesturlandsvegi þar sem hann liggur um Kjalarnes sunnudaginn 28. júní og hefur talsverð umræða skapast í kjölfar slyssins um ástand vega á Íslandi, sérstaklega með tilliti til öryggi mótorhjóla. Nýlagt og vitlaust blandað malbik er talið hafa átt þátt í slysinu.

Mótorhjólaklúbburinn HOG Chapter Iceland mun standa heiðursvörð í jarðarförinni. Enn fremur hefur verið gert ráð fyrir sérstöku svæði á bílastæðinu fyrir mótorhjól, enda má gera ráð fyrir að umtalsverður fjöldi vina þeirra Jóhönnu og Finns úr mótorhjólaheiminum muni mæta til að kveðja þau Hönnu og Finn.

Sniglarnir, Bifhjólasamtöl lýðveldisins, birta eftirfarandi tilkynningu á Facebook í dag:

Útför Finns og Hönnu fer fram frá Lindakirkju, fimmtudaginn 9. júlí, kl. 13:00. HOG Chapter Iceland verður með nokkur hjól nálægt dyrum kirkjunnar og félagar í Chapternum standa heiðursvörð þegar kisturnar verða bornar út, en gengið verður yfir í kirkjugarð Kópavogs. Chapter Iceland þakkar öllu mótorhjólasamfélaginu fyrir stuðninginn á þessum erfiðu tímum. Afmarkað hefur verið sérstakt svæði á bílastæðum við Lindakirkju fyrir mótorhjólafólk sem hyggst mæta á hjólum sínum eins og sést á meðfylgjandi mynd. Vinsamlegast deilið þessum skilaboðum. Mynd frá HOG Chapter Iceland.

mynd/skjáskot facebook.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Átta ný innanlandssmit
Í gær

Súr gúrka í eftirrétt Víðmelinga

Súr gúrka í eftirrétt Víðmelinga
Fréttir
Í gær

Segir ólíkt Konráð að láta ekki vita af sér

Segir ólíkt Konráð að láta ekki vita af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki grímuskylda í Strætó – Mælt með grímunotkun ef vagn fyllist

Ekki grímuskylda í Strætó – Mælt með grímunotkun ef vagn fyllist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smit virðist ekki vera útbreitt í samfélaginu

Smit virðist ekki vera útbreitt í samfélaginu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Upplýsingafulltrúi Strætó opnar sig um grímumálið: Stressandi dagar – Má bæta samskipti milli stofnana

Upplýsingafulltrúi Strætó opnar sig um grímumálið: Stressandi dagar – Má bæta samskipti milli stofnana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þetta er bara helvíti á jörðu“

„Þetta er bara helvíti á jörðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjúkrunarfræðingurinn Rut með mikilvæg skilaboð – „Getur verið að við sjálf höfum kannski sofnað á verðinum og orðið kærulaus?“

Hjúkrunarfræðingurinn Rut með mikilvæg skilaboð – „Getur verið að við sjálf höfum kannski sofnað á verðinum og orðið kærulaus?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Í góðu lagi að fara í sumarbústað um helgina“

„Í góðu lagi að fara í sumarbústað um helgina“