fbpx
Mánudagur 03.ágúst 2020
Fréttir

Þórólfur bregst við gagnrýni frá læknum – „Fjarri öllu lagi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 14:19

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason brást við gagnrýni frá læknum á Landspítalanum sem komið hefur fram undanfarið á landsmæraskimunina, á upplýsingafundi dagsins. Þórólfur sagði alla málefnalega gagnrýni vera af hinu góða. Hann sagði að sumt í gagnrýni læknanna væri uppbyggilegt en annað beinlínis rangt og jafnvel fjarri öllu lagi.

Þórólfur sagði meðal annars fráleitt að milljarða kostnaður félli á Landspítalann vegna skimunarinnar eins og haldið hefur verið fram. „Fjarri öllu lagi,“ sagði hann orðrétt. Engin tala lægi fyrir um kostnaðinn en þessar fullyrðingar væru fráleitar.

Þá hefur gagnrýnin lotið að því að starf spítalans eigi ekki að felast í skimun heilbrigðra einstaklinga. Þetta segir Þórólfur rangt. Það sé alrangt að halda því fram að það sé ekki hlutverk Landspítalans að taka þátt í skimunum núna.

Þórólfur sagði að í sumum þáttum bæri ekki mikið á milli sín og læknanna sem vilja hætta skimum strax því hann vilji halda landamæraskimuninni áfram út mánuðinn. Í framtíðinni verði áhersla á skimun meðal Íslendinga sem koma til landsins og hafa hér tengslanet. Nýjar leiðbeiningar um skimanir þeirra koma til framkvæmda 13. júlí. Þessir einstaklingar fari þá í skimun við komu og fari þá í útfærslu af sóttkví sem kallast heimkomusmitgátt og er vægara form af sóttkví. Verða gefnar út leiðbeiningar um hana síðar. Ef niðurstaðan er neikvæð eftir þessa nokkurra daga sóttkví er viðkomandi frjáls ferða sinna.

Lítið smit í gangi

Síðastliðinn sólarhring voru sýni tekin úr rúmlega 1.300 farþegum en alls voru farþegarnir rúmlega 1.700. Veiran greindist hjá tveimur og er beðið eftir mótefnamælingu hjá báðum. Frá mánudeginum 15. júní hafa tæplega 37 þúsund farþegar komið til landsins og 25 þúsund sýni verið tekin. Tólf hafa greinst með virkt smit. Tæplega 50 hafa greinst með gamalt smit.

Innanlandssmit frá 15. júní eru 11 og tengjast öll ferðamönnum. Ekkert innanlandssmit hefur greinst síðustu sjö daga. Virðist hafa tekist að koma í veg fyrir frekara smit frá þessum ferðamönnum sem fyrr voru nefndir.

Leggur til að skemmtistaðir hafi opið lengur

Þórólfur segist ætla að leggja til við stjórnvöld að 500 manna samkomuhámark gildi áfram út ágúst en hins vegar ætlar hann einnig að leggja til að skemmtistaðir megi hafa opið lengur en til kl. 11 á kvöldin fyrir næstu mánaðamót.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 2 dögum

COVID-sýktur maður handtekinn

COVID-sýktur maður handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Upplýsingafulltrúi Strætó opnar sig um grímumálið: Stressandi dagar – Má bæta samskipti milli stofnana

Upplýsingafulltrúi Strætó opnar sig um grímumálið: Stressandi dagar – Má bæta samskipti milli stofnana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Í góðu lagi að fara í sumarbústað um helgina“

„Í góðu lagi að fara í sumarbústað um helgina“
Fyrir 2 dögum

Peningana eða lífið

Peningana eða lífið