fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Lúsmýið líklega verst í Hveragerði: Hrikaleg bitsár

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 21:57

Kona í Hveragerði fékk um 40 bit á handleggina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sögn meindýraeyðisins Steinars Smára Guðbergssonar, sem rekur starfsemi undir heitinu Meindýraeyðir Íslands, er líklega heldur minna um lúsmý en var í fyrra. Það er þó nóg af því og íbúar Hveragerðis virðast helst hafa orðið fyrir barðinu á því, auk Ölfusar og Borgarfjarðar. Steinar telur að minna hafi verið um lúsmý á höfuðborgarsvæðinu í sumar en í fyrrasumar.

„Það hefur verið minna hringt í mig út af lúsmýi í sumar en í fyrra. Þar ræður töluverðu að það var svolítið kalt í vor og snemma í sumar. Þá er allt tveimur vikum seinna að taka við sér, gróður og pöddulíf,“ segir Steinar.

„Eins og staðan er núna þá er rosalega mikið af þessu í Hveragerði og Ölfusi, slatti í Reykjaskógi, minna en í fyrra samt, en mikið í Skorradal og Borgarnesi og alla leið vestur á Snæfellsnes.“ Steinar hefur ekkert frétt af lúsmýi á Suðurnesjum í ár.

Lúsmý eru agnarsmáar mýflugur, 1-3 mm að lengd, og þær eru afar fíngerðar og illa sýnilegar nema þegar þær safnast margar saman (Sjá Vísindavefinn). Steinar segir að fólk sjái mjög oft ekki lúsmý berum augum þó að mikið af því sé í kringum það:

„Þú sérð þetta ekki flögrandi fyrir framan þig nema í lágri sól eða í geisla vasaljóss. En svo geturðu fundið þessi kvikindi dauð úti í glugga í massavís,“ segir Steinar. Almennt er talið að lúsmýsfaraldurinn í ár hafi náð hámarki og muni fara hjaðnandi á næstu vikum. Við spurðum Steinar um skoðun hans á því út frá reynslu hans sem meindýraeyðir undanfarin ár:

„Já og nei. Það fer að minnka upp úr 15. júlí en svo getur það verið að skjóta upp kollinum alveg út ágúst.“

Steinar Smári Guðgeirsson

Þola ekki ljós frekar en vampírurnar

Lúsmý sækir í skugga og myrkvuð skjól og Steinar líkir kvikindunum við vampírur sem þola ekki sólarljósið en sjúga blóð úr fólki í myrkri. „Þegar ég er að eitra gegn þessu þá er ég að eitra upp undir þakskegg og í alla glugga að innan og utan. Þessi dýr þurfa skjól fyrir sól og rigningu. Rigningin tekur ekki eitrið og þegar lúsmýið snýr aftur þá bíður eitrið eftir því. Eitrið virkar nefnilega svolítið lengi.“

Steinar segir athyglisvert hvað svona lítil dýr geta skilið eftir ljót og upphleypt sár á fólki. Aðalmyndin með þessari frétt sýnir handlegg á konu sem sat úti í Hveragerði og fékk samtals um 40 bit á handleggina. Lítið eitt skárri voru bitförin á ungri konu sem fór í sumarhús í Borgarfirði um síðustu helgi og kom öll bitin til baka. Hún átti erfitt með svefn vegna kláða fyrstu nóttina á eftir en ástandið stórlagaðist á næstu dögum.

Hiti, vatnspollar og logn ýta undir lúsmý

„Ég held að Hveragerði sé einna verst sett þetta árið. Líklega er það vegna þess að þar er mikill hiti í jörðu. Síðan er þetta mjög gróið svæði, mikill trjágróður sem gerir staðinn skjólsælan, og svo liggur hann inni í dalverpi – þetta eru kjöraðstæður fyrir lúsmý.“

Sumstaðar þar sem Steinar eitrar fyrir lúsmýi hverfur það með öllu en á öðrum stöðum kemur það aftur þó að í minna mæli sé. „Ef það er mikill trjágróður í kringum húsið, sérstaklega reynitré og birkitré, þá getur árangurinn stundum orðið tvísýnn, þó að þetta minnki alltaf við eitrunina.“

Vatnspollar eru kjöraðstæður fyrir lúsmý. „Ef það er smápollur fyrir utan húsið eða ef legið er nálægt tjörn eða lyngri á, sérstaklega í skjóli, þá er hætta á lúsmýi. Mikilvægt er að búa ekki til óþarfa polla, t.d. skilja eftir barnasundlaugar fullar af vatni. Einn var í fyrra með útisturtu með gamlan sturtubotn sem tæmdi sig aldrei og það var gomma af kvikindum þar. Svo elska þær að vera í skugga og skjóli, þær halda sig undir þakskegginu og í öllum rifum þar sem sólin nær ekki að skína. Í mikilli sól þurrkast þær upp og drepast.“

Slatti af geitungum

„Það eru eitthvað færri geitungar í sumar en í fyrra en samt alveg nóg. Hvert einasta ár síðan ég byrjaði í þessum bransa, alveg frá 2005, þá koma alltaf fréttir frá Náttúrufræðistofnun um að lítið sé um geitung þetta árið. En hvert einasta ár hefur samt verið aukning hjá mér, vonandi eru þá bara allir að hringja í mig,“ segir Steinar og hlær. Hann segist eyða geitungabúum alla daga.

Hann segir að mikið sé af býflugum og svokölluð rauðhumla, sem er með rauðan búk og hvítan rass, sé smám saman að ryðja randaflugunni úr vegi, þ.e. garðhumlunni. Steinar segist fá fólk til þess að hætta við að láta eyða býflugnabúum enda séu býflugur góðar fyrir umhverfið og frjóvgi blómin.

Kakkalakkar og veggjalús orðin plága

„Ég fór í bústað í gær þar sem ástandið var svakalegt, það voru fleiri hundruð veggjalýs í rúminu og gardínunum,“ segir Steinar en veggjalúsinni hefur fjölgað mjög mikið hér á landi undanfarin ár með stórauknum ferðamannastraumi. Búast megi við því að veggalúsinni fækki eitthvað með færri erlendum ferðamönnum en það sé samt töluvert af henni í sumar.

Kakkalakkar eru líklega að mestu meinlaus kvikindi en Íslendingum þykja þeir afar ógeðfelldir. Því miður eru þeir orðnir nokkuð algengir hér og þá helst á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Steinars. „Þeir koma með fólki frá Austur-Evrópu sem hér býr en fer mikið til heimalandsins að heimsækja ættingja sína,“ segir Steinar en eyðing á kakkalökkum hefur orðið fastur hluti af starfi hans á undanförnum árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við
Fréttir
Í gær

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið
Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“