fbpx
Fimmtudagur 06.ágúst 2020
Fréttir

Hafnaði tugmilljóna kröfu um málskostnað á hendur Jóhanni Helgasyni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 08:01

Jóhann Helgason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómari í Los Angeles hafnaði kröfu andstæðinga Jóhanns Helgasonar máli sem snýst um meintan lagastuld á laginu Söknuði eftir Jóhann. Tónlistarrisarnir Universal og Warner höfðu krafið Jóhann um 323 þúsund dollara í lögmannskostnað. Upphæðin svarar til um 45 milljóna íslenskra króna.

Málareksturinn heldur nú áfram fyrir áfrýjunardómstóli. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Hefur blaðið eftir Jóhanni að þetta sé ákveðinn léttir og nú sé hægt að einbeita sér að áfrýjun málsins. Hann sagði einnig að dómarinn hafi komið sér á óvart með þessum úrskurði, miðað við fyrri úrskurði hans.

Dómarinn sagði að þrátt fyrir að hann hafi vísað málinu frá að kröfu Warner og Universal geti Jóhann ekki talist hafa stefnt þeim í vondri trú. Málinu hafi verið vísað frá þar sem lögmenn fyrirtækjanna hafi sýnt fram á að bæði Söknuður og You Raise Me Up, sem Jóhann segir byggt á Söknuði, séu byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og að tónlistarsérfræðingur Jóhanns hafi ekki skoðað þann þátt ofan í kjölinn.

Jóhann reynir nú að fá áfrýjunardómstól til að hnekkja ákvörðun dómarans um frávísun. Lögmaður Jóhanns segir að búast megi við að málið teygi sig að minnsta kosti fram á árið 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Beckham hjónin kaupa penthouse íbúð í Miamiborg

Beckham hjónin kaupa penthouse íbúð í Miamiborg
Fréttir
Í gær

Alma ruglaðist og sagði fólki að þvo hendurnar í tuttugu mínútur – „Við getum verið viss um að þær verði mjög hreinar“

Alma ruglaðist og sagði fólki að þvo hendurnar í tuttugu mínútur – „Við getum verið viss um að þær verði mjög hreinar“
Fréttir
Í gær

Grímuklæddir menn stálu fjölda myndavéla

Grímuklæddir menn stálu fjölda myndavéla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur beittur harðræði og ofbeldi af spænsku lögreglunni: „Átti að handtaka mig því ég var ekki með kvittun

Íslendingur beittur harðræði og ofbeldi af spænsku lögreglunni: „Átti að handtaka mig því ég var ekki með kvittun
Fyrir 3 dögum

Súr gúrka í eftirrétt Víðmelinga

Súr gúrka í eftirrétt Víðmelinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir ólíkt Konráð að láta ekki vita af sér

Segir ólíkt Konráð að láta ekki vita af sér