fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hafnaði tugmilljóna kröfu um málskostnað á hendur Jóhanni Helgasyni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 08:01

Jóhann Helgason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómari í Los Angeles hafnaði kröfu andstæðinga Jóhanns Helgasonar máli sem snýst um meintan lagastuld á laginu Söknuði eftir Jóhann. Tónlistarrisarnir Universal og Warner höfðu krafið Jóhann um 323 þúsund dollara í lögmannskostnað. Upphæðin svarar til um 45 milljóna íslenskra króna.

Málareksturinn heldur nú áfram fyrir áfrýjunardómstóli. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Hefur blaðið eftir Jóhanni að þetta sé ákveðinn léttir og nú sé hægt að einbeita sér að áfrýjun málsins. Hann sagði einnig að dómarinn hafi komið sér á óvart með þessum úrskurði, miðað við fyrri úrskurði hans.

Dómarinn sagði að þrátt fyrir að hann hafi vísað málinu frá að kröfu Warner og Universal geti Jóhann ekki talist hafa stefnt þeim í vondri trú. Málinu hafi verið vísað frá þar sem lögmenn fyrirtækjanna hafi sýnt fram á að bæði Söknuður og You Raise Me Up, sem Jóhann segir byggt á Söknuði, séu byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og að tónlistarsérfræðingur Jóhanns hafi ekki skoðað þann þátt ofan í kjölinn.

Jóhann reynir nú að fá áfrýjunardómstól til að hnekkja ákvörðun dómarans um frávísun. Lögmaður Jóhanns segir að búast megi við að málið teygi sig að minnsta kosti fram á árið 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu