fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Fréttir

„Stjörnunuddarinn“ Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson ákærður fyrir að nauðga fjórum konum

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 11:48

Jóhannes er, að sögn heimildamanna DV, sá ákærði í nauðgunarmáli sem þingfest hefur verið í Héraðsdómi Reykjaness. mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem ákærður er fyrir nauðgun gegn fjórum konum heitir samkvæmt heimildum DV Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson. Fréttablaðið greindi frá ákærunum í morgun. Er hann þar sagður hafa veitt konunum líkamsmeðhöndlun vegna stoðkerfisvandamála á tíu ára tímabili frá 2007-2017. Á Jóhannes m.a. að hafa meðhöndlað konurnar í gegnum leggöng og endaþarm, og skeytti engu um hvar á líkamanum konurnar kenndu sér mein.

Sjá einnig: Yfir 20 konur saka Jóhannes um kynferðisbrot – Vinsæll hjá fræga fólkinu og neitar sök

Ákæran kemur í kjölfar rannsóknar sem staðið hefur í tvö ár. Hófst rannsóknin á máli þriggja kvenna en eftir umfjöllun um málið haustið 2018 fjölgaði þeim til muna. Sagði DV frá því í október það ár að yfir 20 konur höfðu leitað til Sigrúnar Jóhannsdóttir lögmanns vegna málsins. Sigrún er nú réttargæslumaður nokkurra kvenna sem lögðu fram kærur á hendur manninum. Fréttablaðið greinir frá því að yfir 20 kærur hafi borist lögreglu en mál fjögurra kvenna hafi leitt til ákæru. Saksóknari gefur einungis út ákæru í þeim málum sem líklegt má þykja að leiði til sakfellingar.

Fréttablaðið greinir jafnframt frá því að málinu hafi þegar verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness og að þinghald sé lokað. Því mun aðalmeðferð málsins fara fram fyrir luktum dyrum, þar með talið vitnaleiðslur.

„Óhefðbundnar“ aðferðir: Meðhöndlun um leggöng og endaþarm

Sjá einnig: „Að hennar sögn kom (ég) víst við snípinn á henni“

Aðferðir Jóhannesar hafa löngum þótt óhefðbundnar og hefur DV heimildir fyrir því að Jóhannes hafi í að minnsta kosti þrjú skipti verið sakaður um kynferðisbrot áður en þessi mál sem nú eru til umfjöllunar komu upp. Þau mál voru látin niður falla. DV sagði frá þessum „óhefðbundnu“ aðferðum í október 2018. Þar kemur fram að Björn Leifsson, eigandi World Classi, hafi rekið Jóhannes eftir aðeins viku í starfi sem hnykkjari og meðhöndlari eftir að kvartanir bárust fyrirtækinu vegna mannsins. DV hefur jafnframt óstaðfestar heimildir fyrir því að Jóhannes hafi breytt iðnaðar-juðara í nuddtæki og notað á fólk sem leitað hafði til hans með stoðkerfisvandamál. Jóhannes er hvorki nuddari né sjúkraþjálfari og styðst því við titilinn „meðhöndlari.“ DV kallaði hann stjörnunuddara í fyrstu frétt sinni um málið, og tók Jóhannes sjálfur það orð upp og kallaði sig stjörnunuddara.

Formenn afneita Jóhannesi

Þáverandi formenn Osteópatafélags Íslands, Kírópraktorafélags Íslands og Sjúkranuddarafélags Íslands sóru manninn af sér í umfjöllun DV. „Stétt kíróprakt­ora er slegin yfir þessum fréttum. Maður sá sem kærður er, hefur ekki menntun kírópraktors, er ekki meðlimur í Kírópraktorafélagi Íslands og tengist ekki stétt kírópraktora á nokkurn hátt,“ sagði Egill Þorsteinsson formaður Kírópraktorafélagsins árið 2018. Steinbergur Finnbogason, lögmaður Jóhannesar það ár, sagði að öfund út í stærð viðskiptavinahóps Jóhannesar réði afstöðu formannanna.

Steinbergur sagði jafnframt á sínum tíma að ásakanirnar gegn skjólstæðingi sínum væru „múgsefjun,“ og „tilraun til aftökun án dóms og laga.“

Hvorki náðist í Jóhannes Tryggva né Steinberg Finnbogason við vinnslu þessarar fréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Umferðarslys í Grafarvogi – Tillitslaus hávaðaseggur

Umferðarslys í Grafarvogi – Tillitslaus hávaðaseggur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Níð gegn menntamálaráðherra í Facebook-hóp um íslenska tungu ofbýður prófessor

Níð gegn menntamálaráðherra í Facebook-hóp um íslenska tungu ofbýður prófessor
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við virðumst ekki vera með útbreitt smit í samfélaginu“

„Við virðumst ekki vera með útbreitt smit í samfélaginu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Austurlandi rannsakar furðulegan listaverkaþjófnað

Lögreglan á Austurlandi rannsakar furðulegan listaverkaþjófnað