fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Fréttir

Smitsjúkdómalæknir vill hætta skimunum á landamærunum og hefur engar áhyggjur af svarta dauða

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 12:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Guðmundsson, smitsjómdómalæknir og fyrrverandi landlæknir, telur rétt að hætta skimunum á landamærum landsins. Skimanirnar séu gífurlega kostnaðarsamar og skili ekki tilætluðum árangri. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Nú þegar skimanir hafi staðið yfir á landamærum landsins í nokkrar vikur telur Sigurður rétt að líta til þess hvað aðgerðin hefur kennt okkur. Kostnaður hlaupi á hundruðum milljónum og aðeins 5-6 virk smit hafi fundist við skimanirnar.  Þetta telur Sigurður gefa : „tilefni til að endurskoða þetta mál og jafnvel hætta

„Mér finnst lærdómurinn vera nokkuð skýr, að þetta sé ekki leið sem sé skynsamleg úr þessu, að skima á landamærunum.“

Mynd af vef Landspítala

Það hafi ekki verið skimanir á einkennalitlum eða einkennalausum einstaklingum sem hafi spilað stærsta hlutverkið við að hemja faraldur COVID-19 hér á landi. Það hafi verið þrennt, spritt, tveggja metra reglan og smitrakning, sem hafi haft úrslitaáhrif.

„Ég held að í stuttu máli að lærdómurinn sem við ættum að draga af þessu núna, hver svo sem ástæða íslenskrar erfðagreiningar er fyrir að hætta þessu, að taka þessu bara eins og það kemur og hætta. Og bregðast þá kannski öðruvísi við,“ sagði Sigurður og vísar þar til ákvörðunar íslenskrar erfðagreiningar að hætta aðkomu sinni að skimunum á landamærunum.

Nefnir Sigurður sem dæmi um aðrar leiðir sem væri hægt að fara er  ferðamenn frá löndum þar sem faraldurinn sé mikill fari í sóttkví við komuna, en aðrir fái bara að fara beint inn í landið, en þó með þeim fyrirmælum að leita sér aðstoðar. Það sé staðreynd að um 90 prósent allra sem hafi greinst með sjúkdóminn hér á landi hafi verið með einkenni og það séu einstaklingar með einkenni sem skapi smithættu.  Reynslan hafi sýnt að það sé hætta á því að skimun greini ekki smit, ef það er ný til komið og þeir einstaklingar fari óhindrað um í þjóðfélaginu.

Sú leið sem Sigurður leggur til væri mun hagkvæmari fyrir Ísland. Kostnaður vegna skimana sé hreinlega of mikill til að réttlæta þær, auk þess sem þörf sé á mannaflanum sem sinnir skimunum í önnur aðkallandi verkefni.

Sigurður var spurður af þáttastjórnendum um tilvik svarta dauða sem greindist á dögunum. Sigurður tekur fram að það sé ekkert áhyggjuefni og hreinlega hafi fréttir af þessu tilviki verið klassískar „ekki-fréttir“. Hundruð tilvika svarta dauða greinist í heiminum á ári hverju. Bakterían sé því lifandi þó tilvik hennar séu sjaldgæf. Eins eru til lyf við sjúkdómnum, ólíkt COVID-19

„Svo að svarti dauði er alls ekkert dauður í samfélaginu, síður en svo. En mjög sjaldgæfur og ég held að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Sólþyrstir Íslendingar flykkjast enn til sólarlanda

Sólþyrstir Íslendingar flykkjast enn til sólarlanda
Fréttir
Í gær

Líklegt að samkomutakmarkanir verði hertar

Líklegt að samkomutakmarkanir verði hertar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikið um þjófnað á höfuðborgarsvæðinu – Hvatt til að fólk sé á varðbergi

Mikið um þjófnað á höfuðborgarsvæðinu – Hvatt til að fólk sé á varðbergi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ÁTVR færir öryggismálin til Securitas

ÁTVR færir öryggismálin til Securitas