fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Fréttir

Perlu sagt að losa sig við tíkina sem deyfir kvíðann hennar – „Ég tárast við að skrifa þetta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 19:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Perla Dís Ragnars þjáist af ofsakvíða og er greind með CPTSD. Ennfremur hefur hún þurft að gangast undir mjaðmaaðgerð öðrum megin og þarf bráðlega að gangast undir aðra aðgerð á hinni mjöðminni. Síðast en ekki síst er hún með hjartagangráð.

Hundstíkin Blanca hefur verið Perlu stoð og stytta í veikindum hennar og deyfir ofsakvíðann sem sækir á Perlu. Að sögn Perlu er Blanca afskaplega blíð og barngóð tík og sér ekki sólina fyrir átta ára gamalli dóttur Perlu. Á heimilinu eru auk þess fjórir kettir sem tíkinni lyndir vel við.

Perla hefur búið á Spáni og ættleiddi hún þessa blíðu tík úr hundaathvarfi. Þaðan kom tíkin geld. En það er eitt stórt vandamál. Í gæludýravegabréfi sínu (e. Pet Passport) er Blanca skráð sem American Pitbull Terrier. Sú hundategund er á bannlista Matvælastofnunar. Perla verður að flytjast heim til Íslands, að minnsta kosti um stundarsakir, vegna læknismeðferðar og annarra erinda.

Umsókn Perlu um undanþágu frá banninu hefur MAST hafnað og stjórnsýsluákæru hennar vegna höfnunarinnar til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins var líka hafnað. Í svari til Perlu er henni bent á að umrædd hundategund sé víða bönnuð og ekki séu fordæmi fyrir því hérlendis að undanþága frá banni við innflutningi á þessari hundategund hafi verið veitt.

Kallar eftir umræðu um hundategundir á bannlista

„Ég tárast við að skrifa þetta…“ segir Perla í bréfi sínu til MAST enda virðist það vera afar kvíðvænlegt fyrir hana að hafa ekki hundstíkina hjá sér sem hefur verið henni svo nauðsynlegur félagi í erfiðum veikindum. „Ég get ekki lifað án hennar,“ segir Perla einnig í bréfi sínu.

En kerfið er óbifanlegt og svarið er nei.

Í erindi sínu til MAST bendir Perla á að á Spáni gildi ákveðnar reglur um þessa hundategund, kannað sé hvort eigandi sé á sakaskrá, hvort hann hafi brotið vopnalög og hvort hann hafi líkamlega og andlega burði til að eiga hund sem geti hugsanlega verið hættulegur. Tíkin þarf að vera mýld nema hún sé í garðinum fyrir utan heimilið. Perla segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að fara eftir þessum reglum.

„Ég hef rannsóknir frá öðrum löndum varðandi þennan bannlista. Minn draumur er að opna umræðu. Ég vil að það verði vakning um þessi mál,“ segir Perla í stuttu spjalli við DV.

„Ég er brotin og mig langar í hundinn minn heim. Er áhuga á að ræða þetta frekar?“ segir Perla enn fremur.

Forvitnilegt verður að sjá hvort þetta mál fær umræðu í hundasamfélaginu á Íslandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Átta ný innanlandssmit
Í gær

Súr gúrka í eftirrétt Víðmelinga

Súr gúrka í eftirrétt Víðmelinga
Fréttir
Í gær

Segir ólíkt Konráð að láta ekki vita af sér

Segir ólíkt Konráð að láta ekki vita af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki grímuskylda í Strætó – Mælt með grímunotkun ef vagn fyllist

Ekki grímuskylda í Strætó – Mælt með grímunotkun ef vagn fyllist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smit virðist ekki vera útbreitt í samfélaginu

Smit virðist ekki vera útbreitt í samfélaginu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Upplýsingafulltrúi Strætó opnar sig um grímumálið: Stressandi dagar – Má bæta samskipti milli stofnana

Upplýsingafulltrúi Strætó opnar sig um grímumálið: Stressandi dagar – Má bæta samskipti milli stofnana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þetta er bara helvíti á jörðu“

„Þetta er bara helvíti á jörðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjúkrunarfræðingurinn Rut með mikilvæg skilaboð – „Getur verið að við sjálf höfum kannski sofnað á verðinum og orðið kærulaus?“

Hjúkrunarfræðingurinn Rut með mikilvæg skilaboð – „Getur verið að við sjálf höfum kannski sofnað á verðinum og orðið kærulaus?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Í góðu lagi að fara í sumarbústað um helgina“

„Í góðu lagi að fara í sumarbústað um helgina“