fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Fréttir

Kári segir Smára McCarthy vera með skringilegt höfuð á herðum sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 18:00

Kári Stefánsson. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjórir ÍE, bregst við pistli Pírataþingmannsins Smára McCarthy, sem sagði að rekja mætti það til frekjukasts Kára að ÍE hefði ákveðið að hætta þátttöku í skimun fyrir kórónuveirunni. Kári gefur Smára þessa einkunn: „Hann er með skringilegt höfuð á herðum sér hann Smári en alls ekki alvitlaust.“

Kári segir: „Smári McCarthy heldur því fram að það megi rekja það til frekjukasts hjá mér að ÍE er að hætta þátttöku sinni í skimun á landamærum á næsta mánudag. Ég hvet Smára (og aðra) til þess að skoða hvað það er sem hann kallar enn eitt frekjukastið hjá mér.“

Smári McCarthy

Kári rekur síðan atburðarásina, hvað ÍE hafi lagt að mörkum í skimunni og rannsóknum á sjúkdómnum og hvernig hann hafi talað fyrir daufum eyrum er hann lagði til að ríkisstjórnin gæfi út yfirlýsingu um að hún hygðist búa til stofnun til að sinna skimuninni:

„Við hjá Íslenskri erfðagreiningu(ÍE) erum búin að skima eftir veirunni í rúma fjóra mánuði og í um 74 þúsund Íslendingum, við erum búin að raðgreina hana úr öllum með staðfesta sýkingu, við erum búin að skima eftir mótefnum gegn veirunni í 30-40 þúsund Íslendingum, við erum búin að taka sýni úr meiri hluta þessa fólks og skipuleggja sýnatöku úr öðrum, við erum búin að senda fólk út á land í sýnatökur, við erum búin að leggja að mörkum sérþekkingu til þess að grafa eftir þekkingu í gögnunum sem urðu til og við erum búin að taka þátt í alls konar fundum sem hafa leitt til afdrifaríkra ákvarðana í sóttvörnum. Þetta höfum við gert af fúsum og frjálsum vilja sem sjálfboðaliðar og án þess að fá fyrir þetta greiðslu. Við höfum á þessum fjórum mánuðum vanrækt dagvinnuna okkar að því marki að það stefnir framtíð ÍE í hættu. Án þessa framlags hefði varla tekist að koma böndum á faraldurinn. Á þessum tíma höfum við ekki fengið eitt einasta símtal eða póst frá heilbrigðisráðuneytinu og höfum ekki haft aðgang að neinum upplýsingum um það hvernig hið opinbera ætlaði að taka við þeim verkefnum sem við höfðum séð um. Við sáum okkur ekki fært að halda áfram að leggja að mörkum til skimurnar á landamærum án þess að sjá fyrir endan á okkar þátttöku. Þess vegna sendi ég bréf til ríkisstjórnarinnar og fór fram á að hún gæfi út yfirlýsingu um að hún ætlaði strax að búa til stofnun sem gæti sinnt þessu. Svarið sem ég fékk var einhvern vegin svona:

Hvað heldurðu að þú sért? Við ætlum að setja verkefnastjóra í að skoða hvernig best væri að þessu staðið og hann skilar af sér 15. september eða eftir tíma sem jafnast á við þann tíma sem faraldurinn stóð yfir.“

Kári segir að þetta svar eitt og sér hefði hvergi dugað til að að ÍE sæi fyrir endann á því að geta lokið sínum þætti í málinu. Þess vegna hafi verið ákveðið að láta gott heita, en þó með sjö daga fyrirvara.

Þetta kalli Smári McCarthy frekjukast og það þykir Kára undarlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Matthías bitcoin-svindlari ákærður fyrir amfetamínframleiðslu – Lagt hald á stíflueyði og öndunargrímur

Matthías bitcoin-svindlari ákærður fyrir amfetamínframleiðslu – Lagt hald á stíflueyði og öndunargrímur
Fréttir
Í gær

Þórólfur er ósammála Kára og vill ekki loka landinu – „„Við erum að fara í aðra vegferð núna“

Þórólfur er ósammála Kára og vill ekki loka landinu – „„Við erum að fara í aðra vegferð núna“