fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Fréttir

Kári segir Katrínu hafa skrifað sig út úr þakkarræðu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verið vitað nokkuð lengi að samband Kára Stefánssonar við ríkisstjórnina hefur í besta falli verið köflótt. Erfitt er að henda reiður á hvað mikið árekstrar við ráðamenn og meint virðingarleysi þeirra kann að hafa ráðið um þá ákvörðun ÍE að draga sig út úr skimunarverkefninu, en ljóst er að kostnaðurinn við verkefnið er næg ástæða til að hætta við verkefnið.

Í ítarlegu viðtali Kára við prentútgáfu DV kemur ýmislegt fróðlegt fram. Kári er meðal annars spurður út í samskipti sín við stjórnvöld. Staðhæfir hann að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi skrifað sig út úr þakkarræðu vegna þess að hann gagnrýndi hana í viðtali við Kjarnann. Í DV-viðtalinu segir Kári að samstarf við þríeykið hafi verið til fyrirmyndar en það sama verði ekki sagt um samstarf við ráðherra og ríkisstjórn:

„Samskiptaörðugleikar hafa gert vart við sig milli Kára og ráðamanna landsins í kring um COVID-19 faraldurinn, þá einkum heilbrigðisráðherra, svo úr varð að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varð að stíga inn og falast eftir aðstoð Kára og Íslenskrar erfðagreiningar.

Aðspurður hvernig samband hans sé við stjórnvöld í dag segir Kári að hann sé í feikilega góðu sambandi við þríeykið Þórólf, Ölmu og Víði. „Þetta er gott fólk sem leyfir sér þann munað að brosa þó að það gangi töluvert á. En samband mitt við þann hluta ríkisstjórnarinnar sem stendur að þessu er dálítið skringilegt. Þeir eiga erfitt með að sætta sig við það að það sem við erum að gera sé gert hér en ekki á vegum Landspítalans.“

Kári heldur því síðan fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi skrifað hann út úr þakkarræðu vegna viðtals hans við Kjarnann:

„Ég fór í viðtal við Kjarnann á fimmtudaginn og svo boðaði Katrín Jakobsdóttir mig á blaðamannafund á föstudaginn. Þar var hún með skrifaða ræðu sem átti að vera einhvers konar þakkarræða til okkar en af því að ég hafði gagnrýnt hana í þessu viðtali þá notaði hún ekki þann hluta ræðunnar,“ segir Kári og segir skort á vilja hjá þeim sem ráða til þess að viðurkenna að þeir þurfi aðstoð.

„Þetta er skortur á vilja til þess að viðurkenna nákvæmlega hvar við stöndum. Þó ég sitji hérna og sé að gagnrýna Katrínu Jakobsdóttur finnst mér hún ofsalega fín og ég ber mikla virðingu fyrir henni.“ Hann gerir hlé á máli sínu og segir svo íbygginn: „Þú verður að segja frá þessu eins og ég er að segja þetta.““

 

Sjá viðtalið við Kára í prentútgáfu DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Níð gegn menntamálaráðherra í Facebook-hóp um íslenska tungu ofbýður prófessor

Níð gegn menntamálaráðherra í Facebook-hóp um íslenska tungu ofbýður prófessor
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mikið um þjófnað á höfuðborgarsvæðinu – Hvatt til að fólk sé á varðbergi

Mikið um þjófnað á höfuðborgarsvæðinu – Hvatt til að fólk sé á varðbergi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 70% íslenskra barna fæðast utan hjónabands

Rúmlega 70% íslenskra barna fæðast utan hjónabands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö ár síðan Sema Erla kærði Margréti fyrir hatursglæp – Gagnrýnir harkalega seinagang lögreglu

Tvö ár síðan Sema Erla kærði Margréti fyrir hatursglæp – Gagnrýnir harkalega seinagang lögreglu