fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Kári Stefánsson vill 4 daga sóttkví strax

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 08:55

Kári Stefánsson. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti í gær að Íslensk Erfðagreining myndi hætta aðkomu sinni að skimun vegna COVID-19. Nú væri komið að stjórnvöldum. Kári segir að nú sé ekki tími fyrir ferla heldur þurfi að keyra verkefnin af stað strax og ákvarðanir þurfi að taka og framkvæma sem fyrst.

„Einu vandamálin sem hafa hlotist eru af Íslendingum við komu til landsins,“ segir Kári í samtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. Hann segir Íslendinga dreifa sér mikið eftir komu til landsins, hitta marga og vera því mun meiri smitógn en útlendinga. Sú hugmynd hafi komið upp að skima Íslendinga við komu til landsins og setja þá svo í sóttkví í 4 daga og skima aftur.  „Það hefur enn ekki verið gert viku seinna. Slíkar ákvarðanir þarf að taka strax,“ segir Kári og bendir á að þegar verið er að skerða grundvallarmannréttindi fólks vegna faraldurs líkt og nú verði fólk að hreyfa sig hratt. Hefðbundnir ferlar eigi alls ekki við á tímum sem þessu.

Kári segir það sama eiga við um skimun. Stjórnvöld eigi og geti brugðist við mun hraðar en þau gera.  Kári segir að ÍÉ hafi sett upp rannsóknarstofu í kringum skimunina á fimm dögum. Það hafi þurft átak til þess en það sé vel geranlegt og bendir á hve óásættanlegt það er að tala um 15. september sem dagsetningu og vísar hann þá í ummæli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

 „Við komum upp svona rannsóknarstofu á fimm dögum, það er dálítið verkefni en það er hægt. Það er engin vafi á því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu