fbpx
Fimmtudagur 06.ágúst 2020
Fréttir

Ákærður fyrir að nauðga fjórum konum sem hann veitti aðstoð vegna stoðkerfisvandamála

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 08:00

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að nauðga fjórum konum. Hann veitti konunum líkamsmeðhöndlun vegna stoðkerfisvandamála á árunum milli 2007 og 2017.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að rannsókn málsins hafi hafist fyrir rúmlega tveimur árum. Í október 2018 ræddi Fréttablaðið við Sigrúnu Jóhannsdóttur lögmann og réttargæslumann nokkurra kvenna sem höfðu lagt fram kærur á hendur manninum.

Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins bættust fleiri konur í hópinn að sögn Sigrúnar og leituðu á þriðja tug kvenna til hennar vegna meintra kynferðisbrota mannsins. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að á annan tug kvenna hafi kært manninn til lögreglu fyrir kynferðisbrot.

Nú hefur rannsókn á fjórum þeirra leitt til ákæru fyrir nauðgun.

Tveir dómkvaddir sjúkranuddarar voru fengnir til að meta hvort og þá að hvaða marki háttsemi mannsins samræmist viðurkenndum aðferðum í nuddfræðum. Fréttablaðið segir að í skýrslum, sem teknar voru af sumum kvennanna, hafi komið fram að maðurinn hafi í sumum tilfellum meðhöndlað stoðkerfisvanda þeirra í gegnum leggöng þeirra, óháð hvar í líkamanum þær kenndu sér meins.

Blaðið segir að deilt sé um gildi matsgerðar sjúkranuddarana og hafi verjandi ákærða mótmælt henni, meðal annars á þeim grundvelli að skjólstæðingur hans sé ekki sjúkranuddari og hafi ekki selt þjónustu sína sem sjúkranudd.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Lækka hámarkshraða niður í 50 km/klst á nýlögðu malbiki

Lækka hámarkshraða niður í 50 km/klst á nýlögðu malbiki
Fréttir
Í gær

Ofsafengin sprenging í Beirút náðist á myndband – Höggbylgjan náði 10 km

Ofsafengin sprenging í Beirút náðist á myndband – Höggbylgjan náði 10 km
Fréttir
Í gær

Hörð viðbrögð við Sveppatínslu á RÚV – „Það eru til eitraðir sveppir á Íslandi“

Hörð viðbrögð við Sveppatínslu á RÚV – „Það eru til eitraðir sveppir á Íslandi“
Fréttir
Í gær

Landamærin komin að þolmörkum – Ekki svigrúm til að skima frá fleiri löndum að sinni

Landamærin komin að þolmörkum – Ekki svigrúm til að skima frá fleiri löndum að sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarskip kallað út við Flatey

Björgunarskip kallað út við Flatey
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Átta ný innanlandssmit

Átta ný innanlandssmit
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Telur enn að smit sé ekki útbreitt – Hafa ekki náð tökum á nýlegri hópsýkingu

Telur enn að smit sé ekki útbreitt – Hafa ekki náð tökum á nýlegri hópsýkingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslensk erfðagreining með stóra skimun á Akranesi

Íslensk erfðagreining með stóra skimun á Akranesi