fbpx
Laugardagur 28.nóvember 2020
Fréttir

Upplýsingafulltrúi Strætó opnar sig um grímumálið: Stressandi dagar – Má bæta samskipti milli stofnana

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 31. júlí 2020 21:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segist ýmsu vanur en síðustu dagar hafi verið ansi stressandi og vonar að fólk sýni Strætó skilning vegna breytinga á reglum um grímunotkun. Hann opnar sig um þetta í færslu á Facebook.

Við túlkuðum tilmæli yfirvalda þannig að Strætó væri hluti af „almenningssamgöngum“ og því yrði grímuskylda innleidd. Við unnum allar tilkynningar út frá því,“ segir hann í færslunni.

Á fundi almannavarna og ríkisstjórnarinnar í gær var tilkynnt að krafist yrði notkunar á andlitsgrímum þegar fólk notar almenningssamgöngur, og í minnisblaði sóttvarnalæknis sem hann sendi heilbrigðisráðherra segir orðrétt: „Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga meðfjöldatakmörkun verði krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur.“

Guðmundur Heiðar Helgason

Guðmundur Helgi bendir á að síðar um daginn hafi hins vegar komið fram hjá almannavörnum að Strætó sé undanþeginn grímuskyldunni, en að Strætó „væri velkomið að innleiða grímuskyldu ef við myndum kjósa að gera svo.“

Við mátum að það væri farsælla að innleiða grímuskyldu. Til að geta tryggt 2ja metra fjarlægð í strætó, þá mega aðeins 20 viðskiptavinir vera um borð í einu. Það gekk ágætlega upp í samkomubanninu mars, því farþegum hafði fækkað um 60-70% og engir skólar voru í gangi. Miðað við farþegafjöldann sem er í dag þá töldum við ekki geta tryggt 2ja metra fjarlægð í öllum ferðum.

Við tilkynntum um grímuskyldu í morgun og þannig var staðan í hádeginu. Strax eftir hádegi taka hins vegar upplýsingarnar U-beygju. Við fáum skilaboð frá almannavörnum um að Strætó ætti að taka grímuskylduna til baka. Þarna vorum við komin í ansi óþægilega stöðu og stressið hjá mér komið ansi hátt. Óvissa og upplýsingaóreiða er martröð upplýsingafulltrúans. Við litum á að við höfðum ekki aðra kosti en að draga allar tilkynningar okkar til baka.

Eftir grímuskyldan var dregin til baka þá barst okkur orðrómur um að hluti sóttvarnaryfirvalda væri að tala um að grímuskylda ætti að vera í Strætó eftir allt saman. Þarna var málið komið í tvo hringi og óvissan í hámark. Við ákváðum því að senda ekki fleiri tilkynningar í dag. Þríeykið mun gefa loka leiðbeiningar um grímur í Strætó á upplýsingafundinum á morgun og Strætó mun fylgja þeim leiðbeiningum til hins ítrasta.

Ég vil alls ekki tala niður það góða starf sem sóttvarnaryfirvöld hafa unnið í heimsfaraldrinum. En ég veit að það er hægt að gert betur þegar kemur að samskiptamálum á milli stofnana,“ segir í færslu Guðmundar Heiðars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ekki hefur tekist að birta Ingvari dóm – Glás af skotvopnum og fíkniefnum

Ekki hefur tekist að birta Ingvari dóm – Glás af skotvopnum og fíkniefnum
Fréttir
Í gær

Júlía hjá Distica segir allt lagt undir við dreifingu bóluefnis – „Bóluefnið nær í tíma en maður þorði að vona“

Júlía hjá Distica segir allt lagt undir við dreifingu bóluefnis – „Bóluefnið nær í tíma en maður þorði að vona“
Fréttir
Í gær

Stunginn í Vallarhverfi

Stunginn í Vallarhverfi
Fréttir
Í gær

Stórt gjaldþrot starfsmannaleigu – Eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara

Stórt gjaldþrot starfsmannaleigu – Eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún lætur virka í athugasemdum heyra það – „Aumt er þeirra hlutskipti“

Kolbrún lætur virka í athugasemdum heyra það – „Aumt er þeirra hlutskipti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja meiri fyrirsjáanleika í sóttvarnaaðgerðum

Vilja meiri fyrirsjáanleika í sóttvarnaaðgerðum