fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Fréttir

Hinsegin dagar halda ótrauðir áfram í skugga fjöldatakmarkana – „Skipuleggjum hátíðina eftir aðstæðum“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag tilkynntu heilbrigðisyfirvöld að ekkert yrði af boðuðum tilslökunum á fjöldasamkomum og opnunartíma skemmtistaða. Til stóð að 4. ágúst mættu allt að 2.000 manns koma saman og að skemmtistaðir fengu að hafa opið til miðnættis. Nú er ljóst að áfram verður 500 manna samkomubann og skemmtistaðir lokaðir klukkan 23 til 18. ágúst að minnsta kosti. Þetta hafði Fréttablaðið eftir Svandísi Svavarsdóttur fyrr í dag.

Mikil ánægja var með þessar bollaleggingar innan hinsegin samfélagsins hér á landi, enda fara Hinsegin dagar af stað, einmitt, 4. ágúst, strax eftir verslunarmannahelgi.

Engan bilbug er þó að finna á Vilhjálm Inga Vilhjálmssyni, formanni stjórnar Hinsegin daga. „Jú, það er vissulega svekkjandi að fá ekki að dansa með Stjórninni nema til ellefu,“ sagði Vilhjálmur, eða Villi eins og hann er kallaður, „en við vorum búin að skipuleggja alla hátíðina með það í huga að það yrðu þessar 500 manna takmarkanir og skemmistaðir opnir til ellefu. Allir viðburðir gerðu ráð fyrir því,“ segir Villi. Þó hann beri sig brattan er þó á honum að heyra að klukkustundarmissir með Stjórninni hafi sviðið, eðlilega.

„Fordæmalausir tímar“

Ýmislegt hefur gengið á við skipulagningu Hinsegin daganna þetta árið. „Fordæmalausir tímar,“ eins og sagt hefur verið, kannski of oft. Í apríl tilkynnti stjórn Hinsegin daga að „allar líkur“ væru á að ástandið í samfélaginu kæmi í veg fyrir gleðigönguna. Sagði stjórnin við það tækifæri í tilkynningu: „Auðvitað eru það mikil vonbrigði, en stjórn Hinsegin daga mun hins vegar leggja alla áherslu á að koma sem flestum dagskrárliðum Hinsegin daga á framfæri við almenning.“

Aðspurður hvort Vilhjálmi finnist þeim hafa tekist þetta ætlunarverk sitt svarar hann játandi. „Já, það hefur tekist vel til að gera það besta úr þessu ömurlega ástandi, auðvitað oft verið mikil vinna.“ Hluti þeirra vinnu segir Vilhjálmur hafa verið að skoða tilgang Hinsegin daga og fókusera þá þessari breyttu dagskrá Hinsegin daga í ár á aðalatriðin. Hver er tilgangurinn? „Að auka sýnileika hinsegin fólks og lyfta upp hinsegin menningu,“ segir Vilhjálmur. „Það var haft að leiðarljósi við skipulagninguna að þessu sinni.“

hinsegin dagar gay pride
Hátíðin verður með talsvert breyttu sniði að þessu sinni. mynd/hinsegin dagar

Í júní tilkynntu svo Hinsegin dagar að hátíðin yrði ekki í samstarfi við sendiráð Bandaríkjanna eins og verið hefur. Sendu stjórnendur stutta en hvassa tilkynningu frá sér: „Stjórn Hinsegin daga ákvað í vor að ekki yrði gengið til samstarfs við bandaríska sendiráðið í ár, eins og undanfarin ár. Atburðir síðustu vikna hafa endanlega staðfest að sú ákvörðun var rétt.“

Sprengfull dagskrá þrátt fyrir Covid

Dagskrá Hinsegin daga má finna á heimasíðu hátíðarinnar og kennir þar ýmissa grasa. Á þriðjudaginn má til að mynda sjá á dagskránni fræðsluviðburði um hvernig sé að vera hinsegin úti á landi. Svo er opnunarhátíðin að sjálfsögðu á sínum stað.

Fræðsluviðburðir halda áfram á miðvikudeginum með viðburðinum „ástandið í Póllandi,“ „Trans málefni og íslenskur femínismi,“ og, það sem vakti sérstaka athygli blaðamanns, „Die Schöne Müllerin.“ Þar er á ferðinni drag útgáfa Malarastúlkunnar fögru eftir Schubert. Segir á heimasíðu Hinsegin daga, „Gestum er boðið á einstakan viðburð þar sem dáleiðandi ópera og kynusli setja tilveruna í annað samhengi.“

Djammsögusanga fer fram í þriðja sinn í ár. Fer þar Árni Grétar Jóhannesson, eigandi hinsegin staðarins Kíkí og fyrrverandi framkvæmdastjóri samtakanna 78 sem leiðir veginn og fræðir gesti um sögu djammmenningar hinsegin fólks á Íslandi. Þeir sem sáu og höfðu gaman af sjónvarpsþáttum Hrafnhildar Gunnarsdóttur, sem sýndir voru á RÚV um árið, „Svona fólk,“ ættu ekki að láta þetta fara framhjá sér.

Hápunktarnir með breyttu sniði

Hápunktur fyrir Hinsegin daga, gleðiganga, verður í fleirtölu þetta ár. Þannig verður engin eiginileg gleðiganga, heldur hvetja Hinsegin dagar hópa til þess að búa sér til sínar eigin gleðigöngur sem eru innan áðurnefndra 500 manna hámarksfjölda.

Þrátt fyrir smekkfulla dagskrá alla daga vikunnar er það, sem fyrr segir, Stjórnarballið sem verður rúsínan í pylsuendanum. Það hefst á slaginu 8:30 og segir Vilhjálmur að ballið muni byrja á slaginu og keyrt í gang strax þá. Ballinu slúttar ellefu, svo það má engan tíma missa!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Íslenskur sálfræðingur harðlega gagnrýndur fyrir greinaskrif á Vísi – „Níð gagnvart trans fólki og jaðrar við hatursorðræðu“

Íslenskur sálfræðingur harðlega gagnrýndur fyrir greinaskrif á Vísi – „Níð gagnvart trans fólki og jaðrar við hatursorðræðu“
Fréttir
Í gær

45.000 erlendir ferðamenn komu til landsins í júlí

45.000 erlendir ferðamenn komu til landsins í júlí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víðir segir engan fót fyrir orðrómi um að virkt smit hafi verið rakið til vændiskonu

Víðir segir engan fót fyrir orðrómi um að virkt smit hafi verið rakið til vændiskonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli arnarstuldsins fyrir austan

Vendingar í máli arnarstuldsins fyrir austan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin innanlandssmit í gær – Þrjú við landamærin

Engin innanlandssmit í gær – Þrjú við landamærin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

46 grunnskólakennarar í nánu samneyti á golfmóti – „Reyndum eins og við gátum að halda 2ja metra reglunni“

46 grunnskólakennarar í nánu samneyti á golfmóti – „Reyndum eins og við gátum að halda 2ja metra reglunni“