fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Prófessor vill ganga lengra en að afglæpavæða neysluskammta- Tveir af hverjum fimm sitja inni vegna fíkniefna

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 13. júlí 2020 17:12

Mynd: Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði og afbrotafræðingur,  var í starfshóp sem dómsmálaráðherra fól að skila tillögum um leiðir til að stytta boðunarlista til afplánunar refsinga. Meðal þess sem hópurinn leggur til er að beita í ríkari mæli úrræðum sem hafa í för með sér að einstaklingar sem dæmdir hafa verið í óskilorðsbundið fangelsi, fái að afplána refsingar sínar utan fangelsisveggjanna. Til dæmis með samfélagsþjónustu, með skilyrðum á borð við áfengis- og vímuefnameðferð, sáttamiðlun og margt fleira.  Hann skrifar um vinnu hópsins í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag sem svar við gagnrýni Símonar Sigvaldasonar á vinnu starfshópsins.

Dómari gagnrýnir tillögurnar

Símon Sigvaldason, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, gagnrýndi tillögurnar sínar í grein sem hann birti í Morgunblaðinu fyrir um viku síðan. Taldi hann of langt gengið í því hve langt Fangelsismálastofnun fær að seilast á valdsvið dómara og breyta í reynd óskilorðsbundnum dómum yfir í eitthvað annað. Þar að auki miðuðu tillögurnar að því að sem fæstir þyrftu að sitja af sér dóma í fangelsi, nema aðeins fyrir alvarlegustu brotin, svo sem manndráp, kynferðisbrot og alvarlegar líkamsárásir.

Sjá einnig: Símon telur of langt gengið – Fangelsismálayfirvöld mega breyta dómum dómstóla

Gagnast betur að afplána utan fangelsis

Helga fannst rétt að svara grein Símonar, enda sat Helgi sjálfur í téðum starfshóp. Bendir Helgi á þá staðreynd að á boðunarlista séu margir einstaklingar sem hafi verið sakfelldir fyrir væg brot. Að stórum hluta fyrir fíkniefnabrot. Rannsóknir sýni fram á að varnaðaráhrif þess að sitja í fangelsi séu óveruleg.

„Aftur á móti bendir ýmislegt til að aðrir afplánunarkostir en vist í fangelsi geti dregið úr ítrekun brota fyrir utan að fela jafnframt í sér minni kostnað fyrir samfélagið. Í ljósi vitneskju af þessu tagi lagði starfshópurinn fram tillögur sínar um rýmri heimildir við aðra afplánunarkosti en vistun í fangelsi fyrir vægari brot.“

Tveir af hverjum fimm í fangelsi sitja þar vegna fíkniefnabrota

Starfshópurinn lagði þó ekki til breytingar varðandi afplánun á alvarlegustu brotum sem varði líf og líkama fólks. Hins vegar voru ræddar tillögur að reynslulausn fyrr fyrir alvarleg fíkniefnabrot, en ekki náðist um það sátt. Árið 2019 voru tveir af hverjum fimm föngum í afplánun dæmdir fyrir fíkniefnabrot.

„Hlutfall fanga fyrir fíkniefnabrot hefur vaxið mjög í fangelsum landsins á síðustu árum. Árið 2019 var hlutfallið komið í 40 prósent allra fanga og vel á annað hundrað afplánaði dóm fyrir brot af því tagi. Í lok síðustu aldar sátu einungis innan við tíu prósent fanga í fangelsi fyrir fíkniefnabrot.“ 

Helgi segir að þessa þróun megi rekja til e-pillna.

„Rekja má vaxandi hlutfall fíknifanga til þess uppnáms sem varð í samfélaginu með tilkomu e-pillunnar á tíunda áratugnum. Þungir dómar féllu í kjölfarið sem ekki hefur tekist að vinda ofan af eftir því sem málum hefur fjölgað og magn efna aukist. Þungir dómar fyrir fíkniefnabrot hafa óneitanlega átt þátt í því að riðla samræmi í mati á refsingum milli ólíkra brotategunda.“ 

Helgi telur rétt að ráðast í endurskoðun refsilöggjafarinnar í fíkniefnamálum og þurfi slík endurskoðun að taka til fleiri þátta en afglæpavæðingar neysluskammta.

Samfélagsþjónustunni vel borgið þar sem hún er

Varðandi gagnrýni Símonar á því hversu langt Fangelsismálayfirvöld fái að seilast í vald dómstólar segir Helgi að slíkt fyrirkomulag þekkist víðar en á Íslandi. Hvernig samfélagsþjónustan sé rekin eigi þó vissa sérstöðu hér en telur Helgi að tilgangurinn helgi meðalið, þ.e. að með því að fela Fangelsismálastofnun að ákvarða um samfélagsþjónustu þá fáist samræming sem væri erfitt að ná ef ákvörðunin væri tekin af ólíkum dómstólum á landinu öllu. Einnig verði fyrirkomulagið skilvirkara og hægt að taka ákvarðanir hraðar en ella.

„Að mínu mati er engin ástæða til að breyta þessu verklagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk